Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Brúnvíkingar. Myndin er tekin framan við steinhús Stefáns og Maríu í Brúnavík trúlega um 1915. F.v. Erlingur, Gissur Kristján og Sigurður Filippussynir, þá Margrét Sigurðardóttir mágkona Sigurðar Filippussonar eldri, Lukka Sigurðardóttir kona hans og sennilega Filippus Sigurðsson, sonur þeirra. A stigapallinum, framan við dyrnar, eru Stefán Filippusson, ung telpa, sennilega Ingibjörg Stefánsdóttir (ættleidd) og María kona Stefáns. A tröppunum, til hægri, er Ingibjörg tengdamóðir Stefáns og óþekkt stúlka. Á stéttinni til hægri eru tveir óþekktir menn. Maðurinn, sem situr framan við tröppurnar, er trúlega Benedikt Blöndal. Hjá honum stendur svo ættmóðirinn Pórunn Gísladóttir með hond undir brjósti. Ljósmyndari ókunnur. barni maddömunnar, en Þórunn frá Steig var langa- langamma mín. Brynjúlfur frá Minna-Núpi í Gnúp- verjahreppi skrifaði nokkuð ítarlegar minningar Þór- unnar þar sem hún segir frá lífi sínu. Þórunn frá Steig var dóttir Sigurðar Arnasonar, bónda á Steig og konu hans Þórunnar Þorsteinsdóttur frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal. Um hennar daga bjó í Hlíð í Skaftártungu Jón Jónsson sem var flóttamaður undan Skaftáreldum. Hann hafði búið í Eystra-Dal í Fljótshverfi sem var þá ásamt Ytra-Dal vestasti bær i Fljótshverfi. Þessir bæir fóru báðir undir hraun og flúði Jón með sitt fólk, fyrst út á Síðu, en síðan að Hlíð í Skaftártungu. Hann varð forfaðir Hlíðarættarinnar. 13 af bömum hans komust upp. Það var óvenjulegt að svo stór bamahópur kæmist upp, en aðeins eitt bam dó í æsku. Hlíðarætt er stór ætt og innan hennar er margt merkismanna. Þegar Þórunn varð gjafvaxta felldi hún hug til elsta sonar Jóns í Hlíð en sá hét Eiríkur. En hér sjáum við að ung kona á 19. öld gat engu ráðið um sína fyrstu giftingu. Ungur ekkjumaður úr Fljótshlíð, að nafni Benedikt Erlingsson, biður Þorstein hálfbróður Þómnnar að útvega sér konu. Þorsteinn „útvegar“ honum Þómnni systur sína Sigurðardóttur. Hún var þess þó heldur ófús. Sagan segir að Eiríkur í Hlíð hafi komið þrem dögum eftir að þetta gerðist í Steig til að biðja Þórannar, en hvort það er satt veit ég ekki. Drukknaði Þórunn flytur með Benedikt í Fljótshlíðina, í Fljóts- dal, sem þá - eins og nú - var innsti bærinn í byggð. Þrátt fyrir allt virðist hjónaband þeirra Benedikts hafa verið farsælt og þau eignast tvo syni, Sigurð og Erling. Sambúð þeirra varð þó ekki löng. Sumarið 1838, á fjórða sambúðarári þeirra, fór Benedikt, ásamt Ragnhildi dóttur sinni af fyrra hjónabandi, á fuglaveiðar inn að Alftavatni, norðan upptaka Markarfljóts, en álftimar voru þá í sárum. Þar vildi svo slysalega til að Benedikt losnaði úr hnakknum og drukknaði þegar hann sundreið eftir álftum á vatninu. Þetta varð heldur kuldaleg uppákoma fyrir Ragnheiði litlu, sem var aðeins 14 ára og varð að ríða ein til byggða og segja þessi tíðindi. Þar með var Þórunn Sigurðardóttir frá Steig orðin ekkja í Fljótshlíðinni aðeins 25 ára gömul. Ymsir vildu fá hennar og biðluðu til hennar. Hún var hörku- kvendi, orðlögð fyrir dugnað og eflaust vel gefin. Hún vísaði þó lengi öllum frá sér. Þorsteinn hálf- bróðir hennar reyndi að úvega öðrum Fljótshlíðingi systur sína, en allt kom fyrir ekki. Hún vildi ráða sínum málum sjálf. Hún ákvað svo að taka biðlinum Gísla Jónssyni frá Hlíð, bróður Eiríks sem hún hafði fellt hug til sem ung kona. Með giftingu þeirra Þórunnar og Gísla tengdust tvær Skaftfellskar ættir, Grasaættin og Hlíðarættin, en til hennar teljast afkomendur þeirra Jóns og Ragn- hildar í Hlíð, sem voru foreldrar Gísla. Hlíðarsyst- kinin voru þrettán og áttu flest marga afkomendur enda er Hlíðarættin ein stærsta skaftfellska ættin. Einn bróðirinn frá Hlíð var Þorlákur sem varð úti á Mælifellssandi á Fjallabaksleið syðri, við fjórða http://www.vortex.is/aett 4 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.