Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 hefðu. Yfír höfuð aflaði hún sér þess fróðleiks er hún gat náð í.“ Þórunn er sem sagt þegar á bamsaldri tekin að nema þá læknislist sem síðar gerði hana og marga afkomendur hennar þjóðkunna. Ólgandi af orku Þórunn hefur um margt ver- ið óvenjuleg sem barn og unglingur, ólgandi af orku og dugnaði og alls ósmeik við að takast á hendur verk sem vart töldust á færi kvenna, til dæmis að róa til fiskjar. „Þótti mér meira varið í að vinna karla- en kvennaverk, vildi ei vera bæld inni sem stofubrúða. Að drasla við erfið og áhættusöm verk var að skapi mínu og reri ég því löngum á sjó með bróður mínum og þótti eigi óhlutheppin og latti sjaldan stórræðanna. Klæddist ég þá karlmannsgervi; var í skinnstakk og með sjóhatt á höfði.“ Þegar Jón bróðir hennar, sem var formaður á Býjarskersbátnum, deyr úr lungnabólgu í ársbyrjun 1868, tekur Þórunn við bátnum, hvorki meira né minna, og verður formaður á vorvertíðinni. Hún stóð sig víst vel, en þar með lauk sjómannsferli hennar, en ekki samt með hennar vilja, þar komu aðrir hlutir til. Eftir fermingu er Þórunn vinnukona í tvö ár í Höfnum og líklega eitt ár á Álftanesi. Eitt af því sem Sigfús skrifar upp eftir Þórunni eru brot úr löngu kvæði þar sem hún lýsir löngunum sínum og þrám í æsku. Þar kemur fram að Þórunn hefur kunnað að ríma, og fer rétt með stuðla og höfuðstafi. Þar segir m.a. ..sem stœrstan bagga bera mér best fannst jafnan vera; sjö þá unnum saman systkin, það var gaman; þá köllunfann ei kœra á kamba eður prjón að lœra; ef settist ég við sauma sá ég tóma drauma; í vefstól var oft sœta var samt löt að bœta; um bein að vefja bindi mér betra þótti yndi... Fyrir utan erfiðisvinnu á borð við sjóróðra var mesta yndi Þórunnar að lækna og hlúa að slösuðunr eða sjúkum. Danski ástmaðurinn Þórunn átti sér á þessunr tíma elskhuga eða ástmann í leynum sem Kristján hét og var danskur. Hún lýsir því með fjálglegum orðum í kvæðinu hvað hún hafi elskað þennan pilt. Hún trúði engum fyrir þessu leyndarmáli nema Jóni bróður sínum. Það er mikið búið að velta því fyrir sér hver þessi Kristján hafi verið Eg setti aðalleynilögreglumann ættarinnar, Jörmund Inga, frænda minn, fv. allsherjargoða, í að leysa málið, en amma hans Geirlaug og Gissur afi minn voru systkini. En það reyndist ekki neinn hægðarleikur. Jörmundur Ingi fann nú samt einn pilt á Álftanesi sem hefði getað passað inn í dæmið. Hann var kaupmannssonur að nafni Kristján Friðriksson Welding og aldurinn gat passað. Þórunn segir að Kristján hafi dáið, að hún hafi misst hann og að þeirra ástarsamband hafi staðið í tjögur ár. Við höfum giskað á að hann hafi farist, verið sjómaður, stundað sjó þarna suðurfrá. Þau gætu þá hafa kynnst þegar hún var vinnukona í Höfnunum. Það er vitað mál að margir sjómenn fórust á þessum tíma, þá urðu oft óskaplegir mannskaðar. Það fóru margir í hafið, kannski var Kristján einn af þeim. Stuttu eftir að Kristján deyr kemur biðill að Býjar- skerjum til að biðja Þórunnar. Hann kemur alla leið austan frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi. Hann hét Filippus Stefánsson. Faðir hennar, Gísli, færir henni þessi tíðindi, en áður hafði Filippus ritað föður hennar bónorðsbréf með fulltingi Ragnhildar systur hennar sem var gift kona í Fljótshverfi fyrir austan. Inn í opið helvíti Þórunn þvertekur fyrir að giftast þessum manni, vill ekki binda sig. Séra Sigurður Sívertsen að Útskálum sagði föður hennar að hann ætti að ráða kosti dóttur sinnar og samdist þá með þeim prestinum og Gísla að rita Filippusi bréf og segja honum að koma gagn- gert til að sækja Þórunni. En Þórunn var þver og sagði: „Ég fer hvergi. Mig varðar fjandann ekkert um þetta ráðslag ykkar.“ Hún lét síðan þverskera hár sitt og gekk í karlmannsfötum og sótti sjóinn af kappi. Presturinn kom „barmafullur af guðmóði og andagift og sýndi mér inn í opið helvíti ef ég léti eigi undan,“ segir Þórunn. Og faðir hennar var sömuleiðis strang- ur og óvæginn. Hún er eitt sinn að koma af sjó og náttúrlega í sjóklæðum, þegar Filippus er hjá föður hennar. Faðir hennar sendir Stínu systur hennar með betri föt niður að bátnum og biður hana að koma heim því Filippus bíði hennar. „Ég kem heim þegar mér sýnist,“ segir Þórunn „og alls ekki fyrr en við höfum gert að fisk- inum.“ Að því loknu labbaði hún óþvegin og ógreidd heim að þeim glugga þar sem Filippus sat inni með föður hennar. „Svo að Filippus sæi hvað tælandi og gimileg ég væri,“ skifar Sigfús eftir Þórunni. Furðu farsælt hjónaband En þar kom að lokum að Þórunn gafst upp fyrir þessum þolna og stillta manni sem Filippus var, eins og hún sjálf orðar það. Þau voru svo „með hnúum og hnefum kúguð inn í þessa heilögu stöðu." Þórunn Þórunn Gísladóttir. Myndin er trúlega tekin eftir að hún varð ekkja, en hún var 63 ára þegar Filippus dó. http://www.vortex.is/aett 6 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.