Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Síða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007
Erindi flutt á félagsfundi Ættfræðifélagsins í janúar síðastliðnum:
Lífshlaup
Benedikts Þ. Gröndal og Sigurlaugar Gröndal
Komið öll blessuð og sæl. Ég heiti Guðfinna
Lilja Gröndal. Ég ætla að rekja fyrir ykkur
söguföðurforeldraminnahjónannaBenedikts
Þ. Gröndal og Sigurlaugar Gröndal. Ég ætla
um leið að kynna fyrir ykkur nýútkomna
bók mína um þau, sem ég nefni „Lífshlaup
Benedikts Þ. Gröndal og Sigurlaugar Grön-
dal“ og segja ykkur frá aðdraganda þess að
ég hóf samantekt bókarinnar.
Upphafið að þessu verki mínu var að ég fór á
námskeið hjá Þorgrími Gestssyni sem kynnti fyrir
okkur ættarskráningu og hvernig við gætum leitað
fanga hjá bókasöfnum og Þjóðskjalasafni. Þetta var
árið 2002, að mig minnir eða 2003. Þar með varð
ekki aftur snúið. Ég ákvað að gera hefti fyrir ættmenn
mína í föðurætt. Ég vildi hafa það með nokkrum
handritum, t.d. skrifaði ég upp litla dagbók afa míns,
sem spannaði árið 1927 - 1936, með hléum, svo og
niðjatal ættarinnar.
Svo var það að bróðir minn Páll, sem býr í
Bandaríkjunum, hvatti mig til þess að gera úr þess-
um skjölum bók. Þá bætti ég við fleiri handritum
s.s. Sveitasögu, leikriti og smásögum og tveimur
ferðasögum.
Ég reyndi einnig að velja þau ljóð sem mér fannst
hæfa verkinu, en það var úr miklum fjölda að velja.
Eins og þið vitið eflaust öll er oft erfitt að skrifa
upp handrit, en afi minn skrifaði oftast vel, stundum
næstum skrautskrift. Síðar skrifaði ég einnig upp
langa sveitasögu „Birkivíkurmálið“. Þessi saga á
sér sögu, ef svo má segja, því að árið 1964 er hún
send föður mínum og á umslaginu stendur að hún
hafi verið afhent Olafi Erlendssyni í Prentsmiðjunni
árið 1929. Svona geta nú hlutirnir dregist. Áfram var
haldið og ég skrifað upp leikritið „Undir Álfastapa“,
auk nokkurra smásagna.
Afi minn hafði einnig verið tilbúinn með hefti með
ljóðsetningu á 28 ljóðum við lög eftir ýmsa erlenda
höfunda, en heftið kallar hann „Hreim“. Því miður
virðist ekkert hafa orðið úr prentun heftisins.
í bókinni eru einnig ljóð til bama þeirra hjóna svo
og til ömmu minnar. Síðan eru í bókinni minningabrot
um þessi sjö systkini, sem ég skrifa af mínum kynnum
af þeim. Fjöldi ljóða em enn óuppskrifuð, en það er
ekki að vita hvað seinna verður gert í því.
Af Högna prestaföður
Jæja, ég fór í marga leiðangra í leit að heimildum.
Ég heimsótti Ólafsvík, Stykkishólm, Neskaupstað
og sat á Þjóðskjalasafninu löngum stundum og
rýndi í kirkjubækur. í Þjóðarbókhlöðuna fór ég í
leit að handritum og fleiru og í myndasafn Reykja-
víkurborgar, Skjalasafn Reykjavíkur og fl. og fl. Þetta
var lærdómsríkur tími og ég segi bara að næst verður
þetta ennþá betra hjá mér, nú veit ég svolítið meira
um öflun heimilda.
Nú ætla ég að rekja fyrir ykkur þetta lífshlaup afa
míns og ömmu. Því miður verður að stikla á stóru,
þar sem fáir eru á lífi sem muna eftir þeim.
Þá er fyrst að segja frá Benedikt. Hann var
dóttursonur Sveinbjamar Egilssonar og Helgu Bene-
diktsdóttur Gröndal, síðar Egilsen, því það var til
siðs á þeim árum og konur voru kenndar við maka
sinn. Helga og Sveinbjörn eignuðust átta börn. Móðir
Benedikts var Valborg Elísabet (f. 1838), hún giftist
1862 Gunnlaugi Þorvaldi Stefánssyni (f. 1836) presti
Hjónin Benedikt Þ. Gröndal og Sigurlaug Guðmunds-
dóttir Gröndal.
http://www.ætt.is
17
aett@aett.is