Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008
„Hin ómissandi ættfræði“
Laugardaginn 25. október sl. stóö Ættfrœðifélag-
ið ásamt Þjóðskjalasafni Islands og Reykjavíkur-
akademíunni fyrir málþingi urn „Hina ómissandi
œttfrœði“. Málþingið var haldið í húsnœði Reykja-
víkurakademíunnar að Hringbraut 121. Þema ráð-
stefnunna var œttfrœðiáhugi Islendinga, skráningar
og upplýsingasöfnun fyrri tíma, hvernig á að varð-
veita og fara með oft viðkvœman œttarfróðleikinn
og livernig við nýtum hann og höfum nýtt hann í
hug- og raunvísindum. Málþingið, sem var öllum
opið, tókst í alla staði vel og voru fundargestir milli
sextíu og sjötíu. Boðið var upp á þjóðlegar veitingar
í liléi. Haldin voru fjögur erindi. Fyrsta erindið var
eftir Þórunni Guðmundsdóttur sagnfrœðing en flutt
af Sólveigu Olafsdóttur sagnfrœðingi. Erindið nefnd-
ist „Við köllum það manntalið 1785“. Þar var fjallað
um afar yfirgripsmikla skráningu fólks í lok 18. aldar
úrfrumheimildum. Skráningin endaði í gagnagrunni
með rúmlega 80 þúsund 18. aldar Islendinga. Erindi
Þórunnar mun birtast í 1. tbl. Fréttabréfsins 2009.
Nœsta erindi var flutt af Agnari Helgasyni líf-
frœðilegum mannfrœðingi hjá Islenskri erfðagrein-
ingu. Agnar fjallaði um œttfrœðilegar rannsóknir á
erfðasögu íslendinga. Eftir hlé fjallaði Salvör Nordal,
forstöðumaður Siðfrœðistofnunar, um œttfrœðiupp-
lýsingar og persónuvernd. Að lokum rœddi Helgi
Þorláksson sagnfrœðingur um mikilvœgi œttfrœði í
íslandssögunni og það hvernig œttfrœðin gagnast í
sagnfrœðirannsóknum.
Á eftir hverju erindi voru bornar fram fyrirspurn-
ir og spunnust þá oft líflegar umrœður. Umsjón með
ráðstefnunni liafði Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri
Fréttabréfs Ættfrœðifélagins.
Ljósmyndir: Ingvar Bjarnason
Guðfinna Ragnarsdóttir:
„Þeim vil ég helga þetta málþing“
Ágætu gestir!
Ég býð ykkur öll velkomin á þetta málþing sem
við höfum kallað:
Hin ómissandi ættfræði
Aðstandendur þessa þings eru Ættfræðifélagið,
sem leitast við að gera veg ættfræðinnar sem mestan
og hefur innan sinna vébanda áhugafólk og eldhuga
sem búa yfir ómældri þekkingu á því sviði sem hér
verður fjallað um í dag, Þjóðskjalasafn íslands sem
varðveitir og vinnur úr þeirri miklu undirstöðuþekk-
ingu sem liðnar kynslóðir hafa skráð og skilað okkur
og stendur nú í viðamikilli rafrænni skráningu á tíu
manntölum sem verða aðgengileg öllum á netinu
og Reykjavíkurakademían, hinn akademíski heimur,
sem fléttar saman fróðleikinn og skýrir.
Sjálf heiti ég Guðfinna Ragnarsdóttir og er ritstjóri
Fréttabréfs Ættfræðifélagsins og hef tekið að mér að
halda utan um þessa ráðstefnu. Fundarstjóri verður
Ingvar Bjarnason.
Yndislega ættin mín,
œðin stœrst frá séra Jóni.
Drýgir hór og drekkur vín,
dýra kœra œttin mín,
hún er miklu meiri en þín,
mest aföllum hér á Fróni.
Yndislega œttin mín,
œðin stærst frá séra Jóni.
Þannig kemst Starri í Garði að orði í kvæðinu Ætt-
in mín. Og öll eigum við okkur ætt og reyndar ættir,
þótt ekki séum við öll komin af séra Jóni. Og sjálf-
sagt finnast okkur ættimar misyndislegar. En þær eru
nú einu sinni eitt af því sem ekki er hægt að skipta á.
Við sitjum uppi með þær hversu yndislegar eða óynd-
islegar sem þær kunna að vera. Og ættfræðin lifir
með þjóðinni þótt hvorki hefndarskyldur né bönn við
skyldmennagiftingum allt til fimmmenninga neyði
okkur lengur til að vita deili á ættinni.
Ættfræðin á sér margar hliðar, hún tengist líshlaupi
okkar, heilsu og vellíðan, sjúkdómum og lundarfari,
hún tengist sögum og sögnum, nöfnum og tengslum,
myndum og ættargripum. Ættfræðinnar ýmsu hlið-
ar eru þó allar tengdar fróðleiknum, þekkingunni á
ætt okkar og uppruna. Ef þekkinguna vantar hverfur
svo margt. Þess vegna er svo mikilvægt að varðveita
þekkinguna frá kyni til kyns.
Þar hafa forfeðumir margir hverjir unnið ómælt
starf. Því enginn er eilífur og þegar einn hlekkur í
ættarkeðjunni brestur er keðjan slitin. Við stöndum
allt of oft frammi fyrir því að það er orðið of seint að
spyrja. Og það er svo margt sem við ætlum að gera
á morgun. Gleymum því ekki að allt verður saga og
að það er okkar hlutverk að varðveita hana og koma
henni á framfæri við komandi kynslóðir.
í dag setjumst við fyrir framan tölvuna og á augna-
bliki sýnir íslendingabók okkur ættrakningar langt
aftur í aldir. Það er heimsins sjálfsagðasti hlutur. Eitt
http://www.ætt.is
3
aett@aett.is