Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 ust. Þetta var nokkuð viðkvæmt í sagnfræði um tíma. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Islands 1979 átti ættfræði ekki upp á pallborðið, nemendur þóttust ekki komnir í háskóla til að læra einhverja höfð- ingjasögu. Það var skiljanlegt, sagan sem kennd var í framhaldskólum gekk lengi vel mest út á stjórnmál, stríð, konunga, höfðingja og ættir þeirra. En persónu- saga og atburðasaga nutu ekki hylli í Háskóla íslands um 1980 heldur félagssaga og hagsaga og sagt skyldi frá félagslegum öflum og framleiðslu og svo kom hugarfarssagan. Eg var alveg með á nótunum og man að kennarinn sem kenndi á undan mér lét mig hafa einhver gögn og þar á meðal ættartöflu Stefánunga á 18. öld eða Stephensensættar. Hann sagði að ekki mæltist vel fyrir meðal nemenda að dveljast mikið við þessa ættartöflu. Ég ljósritaði ættartöluna engu að síður og lagði hana fyrir nemendur og þeir sýndu æðruleysi. Núna hefur afstaðan hins vegar breyst, Stefánungar vekja áhuga, skyldleiki þeirra sjálfra og vensl við aðra og þau „netverk“ eða tengslanet sem þeir mynduðu. Til vitnis um það er doktorsritgerð Einars Hreinssonar, frá 2003, þar sem skyldleiki og ættatengsl ráðamanna á bilinu 1770 til 1870 eru í fyrirrúmi.9 Það er óhjákvæmilegt að kanna ættfræði þegar gera skal grein fyrir sögu 17. og 18. aldar. Á 17. öld var helmingur jarðeigna í einkaeign en aðeins fáir menn og ættir áttu helming þessara jarðeigna sem voru í einkaeign. Þetta voru ættir sýslumanna og umboðs- manna konungsjarða, þær stóðu saman og mægðust innbyrðis. Þessar ættir höfðu flestar komist til valda og áhrifa með siðbreytingunni, svo sem Svalberðing- ar, sem var ætt Magnúsar prúða, og Gíslungar, oftast tengdir Bræðratungu, ofl.10 Þeim tókst ekki að verja stöðu sína með aðalsbréfum, urðu ekki erfðaaðall, og misstu tök sín við lok 17. aldar. Þá komu fram ný viðhorf í kjölfar einveldis 1662, ættgöfgi og auður nægðu ekki til að menn hlytu embætti sýslumanna, eins og verið hafði, ætlast var til hæfileika, mennt- unar og þekkingar. Lögfræðipróf frá Kaupmanna- höfn er sagt hafa verið ófrávíkjanleg krafa frá 1737 til þeirra sem sóttust eftir störfum sýslumanna. Nýir menn komust að og nýtt ættarvald varð til þar sem voru Stefánungar. Það gætti auðsæilega enn mikillar hneigðar á 18. öld til að tryggja sig með venslum og mynda tengslanet og á þessu verða sagnfræðingar að átta sig og þannig hefur dregið lítið úr mikilvægi þess að sagnfræðingar þekki ættartengsl og vensl þegar skoðuð er saga 17. og 18. aldar. Ég sleppi 19. og 20. öld að mestu leyti, vísa aftur á rit Einars Hreinssonar og fyrst ég nefndi Guðjón Friðriksson get ég nefnt fróðleg skrif hans um ætta- tengsl milli embættismanna og kaupmanna í Reykja- vík á 19. öld og um samstöðu meðal þeirra.11 Not fyrir ættfræði í rannsóknum á sögu þjóðveldis En ég sný mér aftur að þjóðveldinu og fjalla um hvernig ættfræði getur gagnast í sagnfræðirannsókn- um. Lengi vel fjölluðu fræðimenn mest um mikil- vægi karlleggs, og ættrakningu til forföður og má tala um stofnætt. Menn leyfðu sér að tala um ætta- samfélag í þessu sambandi. Núna er samkomulag um það, líklega meðal flestra fræðimanna, að stofnætt hafi ekki skipt svona miklu máli því að á íslandi hafi verið miðað við beggjaættakerfi sem nefnist svo. Þá er miðað við ættingjahóp eða frændgarð hvers ein- staklings og kvenleggur skipti ekki minna máli en karlleggur. Þegar þannig er rakið er ljóst að það var aðeins nánasta fjölskylda, foreldrar, systkini og böm sem skipti hvern einstakling mestu máli. Skilningur á beggjaættakerfi getur skýrt af hverju mönnum var oft annt um að leysa alvarlegar deilur og átök sem upp komu. í samfélagi án miðstjórnarvalds urðu menn sjálfir að sjá um að verja sig. Hefndarskylda og heiður ollu svonefndum fæðardeilum, sá sem taldi sig beittan ofbeldi eða yfirgangi bjóst til hefndar og kallaði náin skyldmenni til hjálpar. Átök hófust og gátu stigmagnast og leitt til blóðsúthellinga og æ fleiri tengdust þeim. Einhverjir fundu jafnan hjá sér knýjandi þörf til að ganga á milli og koma á sáttum. Þessi þörf er einkum skýrð með beggjaættakerfi, margir vom skyld- ir báðum deiluaðilum og vildu sætta þá. Víkjum að öðru. Ritheimildir um elstu sögu Islands teljast ekki traustar, svo sem íslendingasögur og Landnáma. I þeim er geysimikið um ættartölur og ekkert því til fyrirstöðu að sumar þeirra amk. geti verið traustar. Þeir fræðimenn eru til sem hafa reynt að nýta þær til að kanna hvenær straumur landnema hafi verið einna mestur til landsins. Þá er reiknað með þremur kynslóðum (ættliðum) á öld og eftir að sægur ættartalna hefur verið kannaður er útkoman að mestur straumur fólks til landsins hafi hafist um 890 og meginþorri landnema hafi komið á bilinu 890-910.12 Þetta þykir koma heim við að upplausn var nokkur í byggðum norrænna manna fyrir vestan haf á þessum tíma. Það kemur heldur ekki illa heim við rannsóknir fornleifafræðinga og vitnisburð gripa sem þeir hafa fundið; þar eru vart til gripir sem teljast eldri en frá um 850. Segja má að ættartölur úr elstu tíð geti verið ótraust- ^ Einar Hreinsson, Natverk och nepotism,. Den regionala förvaltningen pa Island 1770-1870 (Göteborg 2003), einkum 120-21, 124-5,131. Helgi Þorláksson, Frá kirkjuvaldi til ríkisvalds, 237-51. ' * Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Bœrinn vaknar 1870-1940. Fyrri hluti (Reykjavík [1991]), 6-12. 1 - Jakob Benediktsson, Formáli. íslendingabók, Landnámabók. íslenzk fornrit I. Útg. Jakob Benediktsson (Reykjavík 1968), 1, cxxxix. http://www.ætt.is 8 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.