Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 Agnar Hclgason fjallaði um landfræðilegt ætterni, fólkstlutninga Islendinga síðastliðin 300 ár og þýðingu þeirra fyrir erfðamengi íslendinga. þeirrar kynslóðar sem fædd er á bilinu 1910-1935 sést að myndin er svipuð, ekki síst á Norðurlandinu. Þó er aðeins meiri hreyfing á fólki. Þar kemur einnig fram þéttbýlismyndun. Það sést, segir Agnar, á því að á sama stað, bæði á Akureyri og í Reykjavík, eru aðfluttir íbúar sem eiga sér áa alls staðar að á landinu. Margt fólk flytur til Reykjavíkur og dregur með sér ættir frá öllu landinu og þar verður blöndun og hræri- grautur ætta. Ættir þessarar kynslóðar liggja alls stað- ar að á landinu. Ef litið er á nýjustu kynslóð Islend- inga, kynslóð sem fædd er á bilinu 1970-1995, sýna rannsóknir Agnars að ættir þeirra liggja alls staðar að af landinu þegar litið er á Reykjavík meðan vel yfir 50% ætternisins er enn af sama svæðinu fyrir norðan. Af þessu, segir Agnar, má draga þá ályktun að Norð- lendingar voru ekki mikið á hreyfingu í fortíðinni. Rannsóknin beindist fyrst og fremst að því að vita hvað þetta þýddi fyrir erfðamengi Islendinga. Spurt var hvort einhver erfðafræðilegur munur væri á héruðum og svæðum á Islandi? Hvort einhver erfðafræðilegur munur sé á t.d. Norðlendingum og Vestfirðingum? Svarið er já, segir Agnar, það er erfðafræðilegur munur. Hann er mjög lítill, en hann er merkjanlegur og hann er marktækur. Þessi munur er, samkvæmt Agnari, til staðar vegna þess að fólk var ekki mikið á ferðinni í fortíðinni. Hann skoðaði erfðafræðilegan mun á fólki eftir sýslum á íslandi. Hann iitbjó erfðafræðilegt ættartré, notaði eingöngu erfðafræðileg gögn, enga ættfræði, til þess að skoða muninn á fólki eftir sýslum á Islandi. Svo notaði hann ákveðna tölfræðilega aðferð til þess að taka þennan mun og búa til ættartré, sem er endurreist á þessum erfðagögnum. Erfðafræðin endurskapar landakort af íslandi. Erfðafræðin, segir Agnar, skiptir landinu upp í þrjú megin svæði: Einn ættleggur spannar Gullbringusýslu, Árnessýslu, Skaftafellssýslurnar og Rangárvallasýslu, þ.e. Suðurlandið. Annar ættleggur tekur yfir Múlasýsl- urnar, Þingeyjarsýslurnar, Eyjafjarðarsýslu, Skaga- fjarðarsýslu og Húnavatnssýslurnar. Erfðafræðin end- urskapar í rauninni landakort af íslandi og skiptir land- inu upp í þrjú meginsvæði. Erfðafræðin og ættfræðin eru þarna að segja nokkurn veginn sömu söguna, að fólk var ekki mikið á ferðinni í fortíðinni. Agnar komst að því að ýmsar athuganir styðja þetta m.a. dreifing nafna eftir landshlutum. Hann hafði upphaflega skoðað dreifingu nafna í manntal- inu 1845 og athugaði þá nöfn sem sýna sérstaklega mikinn mun á milli landsvæða. Eitt af því sem hann athugaði voru nöfn sem byrja á Aðal-, Aðalbjörg, Aðalheiður og Aðalgeir... Þau nöfn voru nær ein- göngu á Norðausturlandi. Það segir, grínaðist Agnar með, kannski eitthvað um það álit sem fólkið þar hef- ur á sjálfu sér. Nafnið Lilja fann hann nær eingöngu á Norðvesturlandi og nafnið Guðbrandur er langal- gengast á Vesturlandi. Sama gilti um nafnið Halla sem er nær eingöngu bundið Suðvesturlandi. Hvers vegna sýni ég ykkur þetta?, spurði Agnar Jú, vegna þess að það er landfræðilegur munur ekki bara erfðafræðilegur og ættfræðilegur munur og menningarlegur. Nöfn fylgja nokkurn veginn sömu farvegum og genin. Nöfn ganga í erfðir og hafa ætt- fræðilega tengingu. Menn hafa tilhneigingu til þess að skíra böm sín eftir foreldrum sínum. Þess vegna sjáum við svona mynstur. Annað sem rannsóknir Agnars beindust að var að nota íslendingabókina til að finna út að hve miklu leyti Islendingar hefðu verið matrilokal eða patri- lokal, þ.e. hvort þeir hefðu frekar haft tilhneigingu til þess að setjast að nálægt uppeldisstöðum kon- unnar eða mannsins. Spumingin var: Flytur konan inn á heimili karlsins eða flytur kailinn inn á heimili konunnar? Eða flytja þau bara á stað sem tilheyrir hvorugu? Til þess að svara þessari spumingu var ann- ars vegar rannsakaður kvenleggurinn og hins vegar karlleggurinn. Oddur Helgason sótti sér fróðleik um hið landfræðilega ætterni í smiðju Agnars Helgasonar. http://www.ætt.is 16 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.