Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 einn áhugaverðasti dómur um friðhelgi einkalífsins sé mun eldri. en sá dómur fjallaði einmitt um ætt- fræðiupplýsingar. Málsatvik voru þau að ritstjórar bókarinnar Læknar á Islandi vildu að í upplýsingum um fjölskylduhagi þeirra lækna sem hefðu ættleitt börn sín kæmu einnig fram nöfn foreldra barnanna. A því eyðublaði sem sent var út til lækna við efnis- öflun í bókina var gert ráð fyrir að fyllt væri út í lið um nöfn foreldra kjörbarna. í þeim tilfellum þar sem ekki var fyllt út í þennan reit öfluðu ritstjórarnir sjálf- ir upplýsinga frá Hagstofu Islands, þar sem þessar upplýsingar lágu fyrir. Ritstjóramir báru fyrir sig að þeir væru höfundar verksins, hefðu ritfrelsi og vildu hafa upplýsingar sem réttastar, „enda væri hér um að ræða ættfræðirit og ætt manns, en ekki einkamál hans.“ eins og sagði orðrétt í dómnum. Hér væri um að ræða upplýsingar sem væru opinberar og hægt að nálgast hjá opinberri stofnun. Dómari héraðsdóms taldi hins vegar að eðli ætt- leiðingar, þar sem tengsl við foreldra rofnar og stofnað til tengsla við nýja foreldra, væri „nokkurt viðkvæmnismál þeirra, sem hlut eiga að máli, og tengt persónulega einkalífi, enda tilkoma hennar með marg- víslegu móti.“ Því var haldið fram að einstaklingurinn ætti sjálfur að ákveða hvernig með þessar upplýsingar væri farið. Dómarinn taldi því að stefnandi hefði rétt á að meina birtingu á nöfnum kjörforeldra og var sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti. Raunar taldi Hæsta- réttur að stefndi hefði rétt til þess sem kallað er „þagn- arvernd einkalífsins“, en það hugtak var ekki til staðar í lögum þegar dómurinn var kveðinn upp árið 1968. Þetta er því all merkilegur dómur og mun vera sá eini sem tekur til birtingar ættfræðiupplýsinga. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í þessu máli og varðar hefðbundin deiluatriði um friðhelgi einkalífsins. Hér kemur strax fram ágreiningur um hvað teljist vera opinber gögn og hvort upplýsing- ar sem geymdar eru hjá opinberri stofnun og öllum aðgengilegar verðskuldi einhverja vemd. í þessu samhengi má benda á að opinber vettvangur getur verið mismunandi opinber ef svo má að orði komast. Meira þarf að hafa fyrir því að nálgast upplýsingarnar hjá Hagstofunni en þegar hægt er að fletta þeim upp í útgefinni bók eða ef þær birtast í fjölmiðlum. Þá er hér ágreiningur um það hvort upplýsingar sem eru í einhverjum skilningi opinberar, eins og umræddar upplýsingar hjá Hagstofunni, geti jafnframt verið viðkvæmar upplýsingar. Loks birtist í þessu máli tog- streita sem oft hefur komið upp milli tjáningarfrelsis eða ritfrelsis annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar. Ættampplýsingar em almennt álitnar opinberar hér á landi. Fjölmörg fræðirit hafa verið gefin út um ættir fólks og markmiðið er auðvitað að reyna að hafa upplýsingamar um skyldleika fólks og tengsl sem réttastar. Spurningin er hins vegar hvað nákvæm- lega eigi heima í slíkum ættartölum. Hvað em ætt- arupplýsingar? Getur það verið einkamál hverjir Nú er orðið sífellt auðveldara að safna persónulegum gögnum og koma fyrir í öflugum gagnagrunnum og nýir möguleikar til eftirlits hafa opnast. Með aukinni vinnslu persónuupplýsinga hafa vaknað áleitnar spurn- ingar um mögulega misnotkun viðkvæmra upplýsinga og hvernig best sé að vernda friðhelgi einkalífsins. Þetta sagði Salvör Nordal í erindi sínu um ættfræðiupplýsing- ar og persónuvernd. em foreldrar manns til dæmis þegar kjörbörn eiga í hlut? Hvað með annars konar fjölskyldutengsl? Með flóknari fjölskyldumynstrum og tæknifrjóvgunum getur samskonar spurningar vaknað og í ofangreind- um dómi. Við þetta bætist að friðhelgi einkalífsins er skilin ólíkum skilningi í ólíkum samfélögum. Hér á Islandi hefur ríkt samkomulag um ættarupplýsingamar og kannski fáir sem fetta fingur út í ættartöl eða starfs- töl. En þessi skilningur á friðhelgi einkalífsins er ekki endilega sá sami í öðmm samfélögum. Þetta upplifa margir sem flytjast til íslands og fá íslenska kennitölu en hún inniber ákveðnar persónuupplýsingar sem sumir vilja kannski halda fyrir sig, og margar aðrar persónuupplýsingar em afar aðgengilegar svo vægt sé til orða tekið. Ef við höldum áfram með ættar og starfstölin þá má spyrja hvort við getum neitað að vera með í þessum tölum. Eftir því sem útlendingum fjölgar hér á landi kunna slíkar spurningar að verða áleitnari og einnig gætu komið önnur viðmið um hvaða upplýsingar eigi að vera í slíkum tölum. n. En víkjum nú að eðli persónuupplýsinga. I víðasta skilningi eru persónuupplýsingar allar þær upplýs- ingar sem hægt er að tengja við tiltekna manneskju. Þennan skilning er til dæmis að finna í persónuvemd- arlögunum. I þrengri skilningi eru persónuupplýsing- http://wvvvv.ætt.is aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.