Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008
til varnar í samfélagi án miðstjórnarvalds. Er þá mið-
að við mægðir, fóstur, fóstbræðralag, frillutengsl,
nágranna, vináttu, tengsl við goða og guðsifjar. Þetta
breytir því þó ekki að blóðtengsl og ættaþekking
skiptu höfuðmáli.
Karlar reyndu að verja sig og sína, voru á varð-
bergi gagnvart tortryggilegu fólki og leituðust við að
mynda traust. Voru nýir nágrannar traustir? Liður í
að reyna að leiða það í ljós gat verið að kanna hvort
þeir væru komnir af traustu fólki. Væri td. ljóst að afi
manns og afi nágrannans hefðu verið vinir var það
traustvekjandi. Okunnir menn voru jafnan tortryggðir
í hinu miðstjórnarlausa samfélagi. Þá var oft gott ráð
að spyrja um ættir og reyna að rekja saman tengsl.
Þetta gerist auðvitað enn, td. þegar við tökum upp
spjall við Islendinga á hóteli í útlöndum, fólk sem við
þekkjum ekki neitt, þá getur okkur þótt fróðlegt að
heyra um uppruna þess og vita að það þekki vel fólk
sem við þekkjum að góðu eða sé skylt því. Eftir það
verða samskipti oft auðveldari. Þetta var enn brýnna
að fornu, í landi án miðstjórnarvalds, eins og kemur
td. fram í sögunni um norska kaupmanninn Örn sem
kom til íslands og frá segir í Hænsa-Þóris-sögu. Hann
hlaut ekki biíðar viðtökur fyrr en stórbóndinn Blund-
Ketill kom honurn til hjálpar af því að hann þekkti
föður hans og taldi hann hinn besta mann. Það var
von til að sonur væri líkur föður og Blund-Ketiil tók
Öm kaupmann að sér og greiddi götu hans.1
Þetta er tilhneigingin í samfélögum án eiginlegs
miðstjórnarvalds, eins og í þjóðveldinu fyrir 1262.
Menn urðu að mynda bandalög sér til vamar og
treystu þá á sinn hóp, ættingja, nágranna og vini.
Útlendingar leituðu verndar hjá mektarmönnum. Hér
kemur fram það sem mannfræðingar kalla „við og
hinir“. Þetta kemur td. fram í sinni einföldustu mynd
í kvikmynd Scorseses The Goodfellas. Við, ættingjar,
nágrannar, vinir, erum góðir, hinir eru tortryggilegir.
Nútímaíslendingar sem vanir eru sterku ríkisvaldi
sem heldur uppi lögum og reglu munu líklega flestir
telja þetta heldur einfaldan heim þar sem menn eru
annaðhvort góðir gæjar eða vondir gæjar. A þjóð-
veldistímanum hefur þetta hins vegar þótt eðlilegt og
í samskiptum ríkja á okkar dögum þekkjum við þetta,
td. núna síðast vegna fjármálakreppunnar. Erlendur
kaupmaður sem var ókunnur hérlendis og kom því úr
röðum hinna átti allt undir því að við viðurkenndum
hann og þá gat ættfræðin hjálpað, að við könnuðumst
við ætt hans að góðu einu eða könnuðumst við ein-
hverja sem tengdust honum.
í öðru lagi var það sjónarmið að innan hóps okkar
voru ekki allir jafnir: Andstæðingarnir Biund-Ketill
og Hænsa-Þórir voru ekki jafnir, eftir Hænsa-Þór-
is sögu að dæma. Ættir Ketils eru raktar en þess er
ekki getið hverra manna Þórir var. Sumir gátu ekki
Það eru margar hliðar á ættfræðiáhuga og saga merkra
forfeðra og formæðra getur verið afkomendum hvatning
til afreka sem er iíklega oftast hið besta mál. Hún getur
líka orðið tilefni til drambs, menn þykjast öðrum meiri
vegna ætternis án þess að státa af nokkrum afrekuni. Þetta
sagði Helgi Þorláksson sagnfræðingur í erindi sínu og
benti um leið á að ættartölur gefi oft kost á að rekja hags-
munatengsl eða hugsanleg hagsmunatengsl milli manna.
státað af forfeðrum sem voru þekktir og nutu trausts
og kannski vissu þeir ekki mikið um þá. Okkur þykir
það varla tiltökumál um fólk núna þótt það sé ekki
vel að sér um forfeður sína og formæður, viljum
meta hvern einstakling út frá manngiidi hans fremur
en ættum. Öðru máli gegndi á þjóðveldistíma, þar
var gerð krafa um að menn þekktu ættir sínar f fimm
liði, eða lengra, og könnuðust jafnvel við alla frænd-
ur sína sem voru fimmmenningar eða skyldari, eða
vissu af þeim, vegna arfs, framfærslu og niðgjalda.2
Þeir sem gerðu það ekki eða höfðu takmarkaða þekk-
ingu voru nefndir „skillitlir“ menn og töldust ættsmá-
ir og ómerkir. Var þá líklega litið þannig á að þeir
væru komnir af fólki sem ekki skipti máli. Hænsa-
Þórir mun hafa reynt að bæta slíkt upp með nurli og
auðsöfnun. Hann hafði allt að vinna, engu að tapa og
gat notað auð sinn, sem hann taldist hafa safnað á fyr-
irlitlegan hátt, til að kaupa sér vernd höfðingja.
Ættfræði var þannig mikilvæg ma. vegna fram-
færslu á þjóðveldistíma og goðar og hreppstjórar og
aðrir ráðamenn hafa líklega stundum þurft að spyrja
ættfróða menn, leita hjá þeim þekkingar, þegar ráð-
stafa þurfti fátæku og fáráðu fólki.
Þeir sem kunnu betri skil á ættum sínum gátu rakið
1 Borgfirðinga sögur. íslenzk fomrit III. Útg. Sigurður Nordal og Guðni Jónsson (Reykjavíkl938), 10-11.
- Jón Jóhannesson, íslendinga saga I. Þjóðveldisöld (Reykjavík 1956), 24.
http://www.ætt.is
5
aett@aett.is