Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 Reykjavíkurakademían lagði til stóran og bjartan sal fyrir niálþingið með stórkostlegu útsýni yfir flóann. þær enn lengra en í sjötta lið sem hefur trúlega þótt virðulegt, að jafnaði, og var líklegt til að vekja traust og afla álits. Það má segja um Island á fyrstu öldum byggðar í landinu að umtalsverð ættarþekking hafi verið öllum nauðsynleg. Hið fyrsta sem var skráð á skinn hér- lendis voru lög, ættvísi og þýðingar helgar Kirkjan og ættfræði Eins var kirkjunni akkur í góðri ættfræðiþekkingu þegar kvisast tók um meinbugi, of náinn skyldleika, í hjónabandi sem til skyldi stofnað eða var þegar stofnað. Forkólfar kirkjunnar gerðu jafnvel kröfur um þekkingu á skyldleika í sjötta og sjöunda lið og var líklega gengið eftir slíku við efnafólk sem stofnaði til hjónabands því að kirkjan veitti undanþágur og greiða varð gjöld. Voru greidd leyfisgjöld í lögréttu fyrir skyldleika væntanlegra hjóna sem skyld voru að fimmta og sjötta lið, eða sexmenningar eða skyld að sjötta og sjöunda lið. Arið 1215 ákvað kirkjuþing að miðað skyldi við fimmmenninga um leyfisveit- ingar og ákveðið var að algerir meinbugir miðuðust við skyldleika að fjórða og fimmta lið og var þessu komið á hérlendis 1217. Enn var slakað til árið 1235 og leyft að hjónaefni sem skyld væru að 4. og 5. lið mættu eigast og var það tekið upp á Islandi ekki síðar en með kristinrétti 1275.3 A síðmiðöldum máttu því karl og kona sem áttu sömu langalangömmu og -afa ekki ganga í eina sæng, ella lágu við há sektagjöld. Mektarmenn sem áttu eignir hljóta að hafa aflað sér ættartalna og gaum- gæft skyldleika þegar kom að hjúskaparstofnun. Þess vegna kemur á óvart að deilur skyldu geta orðið um slíkt eins og gerðist td. þegar Jón lögmaður Sig- mundsson stofnaði til hjónabands með Björgu Þor- valdsdóttur árið 1497.4 Pólitískt mikilvægi ættgöfgi Annað mál eru svo hugmyndir um ættgöfgi og blátt blóð. Gissur hvíti taldist þremenningur við Ólaf konung Tryggvason og hefur það líklega skipt Mos- fellinga og Haukdæli miklu máli. Enn merkilegra þótti að Jón Loftsson taldist dóttursonur Magnúsar konungs berfætts. Konungablóð var mikilvægt og Ari fróði þóttist geta rakið ætt sína í 38 liði, allt aftur til Yngva Tyrkjakonungs, sem átti víst heima í Litlu- Asíu, og til Njarðar og Freys. Ætlandi er að hann hafí talið að þessir forfeður sínir hafi orðið guðir en aðrir voru konungar. Ari taldi sig áttunda mann frá Óleifi hvíta sem var sagður konungur yfir Dyflinni og getur sú ættrakning verið rétt.5 Mun Ari hafa verið goð- orðsmaður eða goði og það er varla vafamál að meðal þeirra var jafnan lögð áhersla á göfugan uppruna og blátt blóð. Nú höfum við líklega flest þá hugmynd urn þjóð- veldið fyrir 1180 eða svo að það hafi verið samfélag manna sem vildu ekki hafa yfir sér konunga og að gætt hafi valdajafnvægis meðal margra smágoða og að munur goða og stórbænda hafi ekki verið inikill. Þetta þarf samt ekki að stríða gegn því að goðar hafi lagt áherslu á blátt blóð. Það taldist tæplega æskilegt að hvaða stórbóndi sem væri gæti orðið goði; hann varð að tengjast blóðböndum þeim sem töldust hafa blátt blóð í æðum. Þórður á Staðarfelli, faðir Sturlu í Hvammi (1116-1183), varð goði en var ekki sonur goða. Hann var hins vegar fjórði maður frá Snorra goða, mas. um tvo kvenleggi. Bóndasonurinn Þorgils Oddason (d. 1151), sá sem deildi við Hafliða Másson, varð líka goði og hann var dóttursonur goða. Þá hafði fólk trú á því að viss gæfa fylgdi ákveðn- um ættum. Kemur fram að gæfa sumra goða og ættar þeirra var svo mikil að öðrum þýddi lítt að keppa við þá. Spyrja má hvort þetta sé ekki framandi á okkar 3 Lúðvík Ingvarsson, Goöorö og goöorösmenn I (Egilsstöðum 1986), 266-67; Jón Jóhannesson, tilv. rit, 210, 221. 4 Gunnar F. Guðmundsson, íslenskt samfélag og Rómakirkja. Kristni á íslandi II. Ritstj. Hjalti Hugason (Reykjavík 2000), 259-60. 5 íslendingabók, Landnámabók. íslenzk fornrit I. Útg. Jakob Benediktsson (Reykjavík 1968), 27-8. http://www.ætt.is 6 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.