Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 Tekinn var hópur af núlifandi íslendingum og skoðað hversu langt er á milli, í landfræðilegri fjar- lægð, þeirra einstaklinga sem gengið var út frá og formæðra þeirra og forfeðra í beinan kvenlegg eða karllegg eftir því sem farið var lengra aftur í tímann. Það sem kom í ljós er það að ef farið er hundrað ár aftur í tímann frá upphafshópnum sem rakið er frá, þá er styttri fjarlægð í beinan karllegg en í beinan kvenlegg. Það þýðir, segir Agnar, að karlarnir hreyfa sig minna en konumar. Það þýðir að fólk flytur inn á heimili karlsins frekar en á heimili konunnar. Það þýðir að íslendingar höfðu tilhneigingu til að vera patrilokal en ekki matrilokal. Það er, samkvæmt Agnari, munur á kynslóðabil- inu í kvenleggjum og karlleggjum. Að jafnaði eru karlarnir eldri en konurnar í hjónabandinu. Það þýðir það að meðalbilið á fæðingarári foreldra og barns er meira hjá karlinum en hjá konunni. Karlleggurinn er m.ö.o. lengri en kvenleggurinn. Meðalkynslóðabilið í kvenleggjum er um 32 ár en meðalkynslóðabilið í karlleggjum er rúmlega 35 ár. Það þýðir að ekki er bara unnt að sýna þetta eftir árum heldur ætti að sýna þetta eftir kynslóðum. Þegar það er gert er samt þessi munur; að karlleggirnir ferðast styttri vegalengd, hver kynslóð ferðast styttri vegalengd en kvenleggimir, sem þýðir það að Islendingar em patrilokal. Agnar fjallaði einnig stuttlega um skyldleika- giftingar og frjósemi. Hann greindi frá því að um 20-40% allra hjónabanda á Indlandi og í Pakistan eru milli frændsystkina. í Pakistan eru 20% hjóna- bandanna á milli systkinabarna og 20% á milli fólks af öðrum og þriðja lið. Þar hefur verið sýnt fram á að fólk sem stundar skyldleikagiftingar eignast fleiri börn en þeir sem gera það ekki. Agnar spurði sig hvort það væri eitthvað líffræði- legt sem réði því eða hvort það sé bara vegna þess að fólk sem stundar skyldleikagiftingar hafi tilhneigingu til þess að vera fátækara og að fátækara fólk hafi tilhneigingu til þess að eiga mörg börn? Til þess að svara þessu þarf stór og mikil ættartöl, sagði Agnar, og það höfum við á íslandi. Skyldleiki er mældur eftir því hvað viðkomandi persónur eiga marga sam- eiginlega forfeður? Við teljum þá til þess að mæla skyldleikann. I ljós kemur að þeim mun skyldari sem hjón eru þeim mun fleiri böm eignast þau. Því fjar- skyldari sem hjón eru því færri böm eignast þau. Þetta er algjörlega afgerandi og mjög tölfræðilega marktækt. Agnar sýndi að skyldustu hjónin á íslandi á tímabilinu 1800-1824 eignast að meðaltali fjögur börn en fjarskyldustu hjónin um þrjú komma þrjú börn. Það munar um nær heilu bami. En þegar skoð- aður er fjöldi barnabarna kemur annað í Ijós, segir Agnar. Skyldustu hjónin eiga færri barnabörn. Það er talið eiga sér erfðafræðilegar orsakir. Þegar mjög skyldir einstaklingar eignast saman börn eru meiri líkur á að skaðlegar stökkbreytingar komi fram. Það virðist ekki hafa áhrif á fjölda bama heldur hvort börn þeirra geti sjálf átt börn. Skyldi Magnús Grímsson vera að hugleiða sitt land- fræðilega ætterni á þessari mynd? Guðfinna Ragnarsdóttir; Agætu gestir! Nú er komið að lokum þessa málþings, þessa þings sem við kölluðum HIN ÓMISSANDI ÆTTFRÆÐI. Sjaldan hefur sú fullyrðing verið mér jafn ljós. Það er vart til það svið mannlegrar tilveru þar sem ættfræðin kemur ekki við sögu. Hún er í hjónarúminu jafnt sem hugvísindunum. Nú er ekkert hægt að fela! I œttfrœðinni er Ketill árans refiir Óðrinn ekki háa einkunn gefur En hann veit upp á hár í hartnær þúsund ár hver hjá hverjum hvenœr sofið hefur. Já, ættfræðin stjórnar jafnt lífi einstaklingsins sem tilveru heillar þjóðar. Hún skýrir söguna, hún er bak við auð og völd, þrætur og deilur, hún kemur inn í sveitastjórnarmál og sjúkdóma, fólksflutninga og nafngiftir. Eftir stendur að ættfræðin er ómissandi hvort sem er í raun- eða hugvísindum, og jafnt í hinu forna samfélagi sem í samfélagi dagsins í dag. Og enn og aftur gemm við okkur líka grein fyrir því að öll þessi vitneskja byggir á fróðleik fyrri alda, skráð- um og munnlegum heimildum. An hennar værum við lens. Það minnir okkur á að vanda vel til verka. Og sömuleiðis að fara vel með þessi fræði, þau eru viðkvæm í meira lagi og ekki er heldur víst að allar þjóðir leggi sama mat á það sem um okkur er sagt. Eg vil þakka fyrirlesurum okkar, Þórunni gegnum Sólveigu, Agnari, Salvöru og Helga innilega fyrir að veita okkur hlutdeild í fræðum sínum og gefa okk- ur dýrmætan tíma sinn. Ykkur sem deilduð þessari dagsstund með okkur þakka ég fyrir komuna og vona og veit að þið farið fróðari af okkar fundi. Eg þakka Ingvari Bjarnasyni skelegga fundarstjórn og segi þessu málþingi um hina ómissandi ættfræði slitið. http://www.ætt.is 17 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.