Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008
Húsfyllir var á málþinginu um hina ómissandi ættfræði.
ar en hér er lögð áhersla á að nýta sem flestar ættar-
tölur til að vega upp á móti ónákvæmni. Hið sama
þykir geta átt við um ættir sem raktar eru frá Birni
bunu, Grímssonar hersis úr Sogni. í Landnámu segir
að flestallt stórmenni á íslandi væri komið frá Bimi.
Sigurður Nordal virðist hafa verið fyrstur til að gefa
þessu nokkurn gaum og áttaði sig á því að þessi ætt, og
venslamenn hennar, muni hafa komið mjög við sögu
þegar alþingi var stofnað. Alþingi var í fyrstu eins
konar ættarmót þessarar ættar og þeirra sem tengdust
henni, kannski fyrsta ættarmótið. Ættin var fyrirferð-
armikil á Kjalamesi og í Mosfellssveit og mun hafa
tengst ætt landnemans í Reykjavík.13 í sögnum um
þessa ætt kemur fram að hún hafi dvalist fyrir vest-
an haf og sum nöfn í ættinni virðast geta stutt þetta,
eins og Helgi bjóla, Kjallakur, Ólafur feilan, Álfdís
barreyska Konálsdóttir. Á Akranesi eiga að hafa ver-
ið Bresasynir og Jömndur kristni, bróðir Eðnu, konu
Konáls, þó ekki fyrrnefnds. Á slóðum þessa fólks eru
örnefnin Kalmansá, Bekansstaðir og Katanes.
Þetta eru vísbendingar um tengsl við gelískt
fólk og örnefni um Akranes, önnur en nefnd voru,
og Kjós og Kjalarnes minna mjög á örnefnaklasa í
Ljóðhúsum eða Lewis sem er ein af Suðureyjum eða
Hebrideseyjum, fyrir vestan Skotland. Þar voru gel-
ískar byggðir og norrænir menn sem settust þar að
blönduðust gelísku fólki. Ömefni geta þannig stutt
ættartölur en fleira kemur til því að Agnar Helgason
hefur komist að þeirri niðurstöðu að 62,5% af kven-
leggjum íslendinga megi rekja til Bretlandseyja og
írlands. Rannsóknir hans benda til sérstakra tengsla
milli Islands og Suðureyja.14
Það hafa vafalítið margir reynt að tengjast ætt
Bjarnar bunu, ef ekki beint með mægðum þá síðar með
vafasamri ættfærslu. Sem fyrr verður að benda á að
fjöldi ættrakninga mun vega upp á móti rangfærslum.
Þess er líka að gæta að það virðist athyglisvert
þegar fram kemur að fyrirferðarmiklir menn í sögum
eiga enga afkomendur. Sagan um Ingólf og Hjörleif
er vafalaust tilbúningur og þá vakna spumingar um
hvort Hjörleifur hefur nokkuð verið til. Ari nefnir
hann ekki þótt hann segi töluvert mikið frá Ingólfi,
hlutfallslega, í sinni stuttu bók. Þetta má nota sem
vísbendingu um að Ari hafi ekki treyst því að Hjör-
leifur hafi verið til.15 Það er líka skrýtið að hvergi
eru raktar ættir frá Hjörleifi. Hins vegar segir frá
Herjólfi nokkrum, landnámsmanni á Reykjanesi, sem
sagður er hafa verið fóstbróðir Ingólfs. Þetta eru lík-
lega traustari sagnir og frá Herjólfi eru raktar miklar
ættir.16 Hjörleifur virðist hafa leyst Herjólf af hólmi
í sögnum. Þögn um afkomendur, eins og gegnir um
Hjörleif, getur þannig verið gmnsamleg.
Að lokum
Ég ætla að láta þetta duga, hef fjallað um hugmyndir í
samtímanum um ættfræði og mikilvægi hennar. Þá hef
ég fjallað um almennan áhuga á að vita um uppruna
sinn og um samsemd. Enn fremur gert nokkur skil
mikilvægi ættfræði í fornum ritum og greint frá hvað
olli mikilvæginu. Ég ræddi líka um gagnsemi þess að
þekkja ættartengsl í samfélagi án sameiginlegs fram-
kvæmdavalds. Enn fremur drap ég á ættarþekkingu og
framfærslu, ætlað jafnaðarsamfélag og mikilvægi hins
bláa blóðs. Ég nefndi hugmyndir um að gæfa fylgdi
vissum ættum. og gat um ættfræði sem gamanmál í
Islendingasögum. Þá vék ég að breytingum við lok
þjóðveldis (1262-4) þegar íslendingar gengu Noregs-
konungi á hönd og gat þess hvemig gömlu valdaætt-
irnar brugðust við nýrri ógn. Ég ræddi um riddara og
vopnara og um valdaættir 1300-1770 og tengslanet.
Og loks rakti ég nokkur dæmi um notagildi ættfræði í
fræðilegri könnun á sögu þjóðveldis.
' ^ Sigurður Nordal, íslenzk menning I. (Reykjavík 1942), 108-20. Lúðvík Ingvarsson hefur kannað rök Sigurðar og telur að
þau standist í aðalatriðum. Lúðvík teflir líka fram ætt Bjöms frá Ám. Sbr. tilv. rit, 45-56.
Helgi Þorláksson, Voru suðureyskir ættmenn Bjarnar bunu í landnámi Ingólfs? í Orri Vésteinsson, Helgi Þorláksson, Árni
Einarsson, Reykjavík 871 +/- 2. Landnámssýningin. The Settlement Exliibition. Ritstjóri Bryndís Sverrisdóttir. Bls. 58-9.
l^Helgi Þorláksson, Er Hjörleifur að öllu leyti skálduð persóna? f Orri Vésteinsson, Helgi Þorláksson, Árni Einarsson,
Reykjavík 871 +/- 2. Landnámssýningin. The Settlement Exhibition. Ritstjóri Bryndís Sverrisdóttir. Bls. 54..
íslendingabók, Landnámabók. íslenzk fornrit I. Útg. Jakob Benediktsson (Reykjavík 1968), I, 395.
http://www.ætt.is
9
aett@aett.is