Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008
Bjarni Guðmundsson ættfræðingur
f. 1829 d. 1893 - Ævi hans og rit
„Fáir fræðimenn í alþýðustétt hér á landi hafa verið
aðsætnari eða afkastameiri við ritstörf en Bjarni Guð-
mundsson ættfræðingur, sem kunnastur var á sinni tíð
undir nafninu Ættartölu-Bjarni. Það sannar hinn mikli
fjöldi ritverka, stórra sem smárra, sem hann hefir látið
eftir sig. A hinn bóginn hefir enginn fræðimaður mér
vitanlega haft fátæktina að jafn fylgisömum förunaut
sem hann frá vöggu til grafar. Hún vamaði honum
menntunar ungum, gerði líf hans að samfelldu striti
fyrir daglegu brauði og skildi við hann allslausan ein-
stæðing að leiðarlokum. Þrátt fyrir það var hann alla
ævi óþreytandi að iðka fræði sín, skrifa ættartölur og
annan fróðleik, kver eftir kver og bindi eftir bindi, oft
með frostbólgnum höndum og með bækur sínar undir
skemmdum af slaga. Oslökkvandi fræðaþorsti knúði
hann áfram, þörfin til að skrifa varð honum matur
og drykkur. Hann unni ættfræðinni af heilum hug
og brást henni ekki, meðan kraftar entust, þótt hún
gæfi honurn tíðast steina fyrir brauð. Með slík ævi-
kjör í baksýn verður að meta manninn og verk hans.
Það, sem þeim er áfátt að fræðilegu gildi, vinna þau
með tilliti til hins mannlega. Þau eru vitnisburður
um fádæma þrautseigju, um fórn allra lífsþæginda,
um trúnað við köllun. Slíkum mönnum er ávallt lær-
dómsríkt að kynnast. Það voru þeir, sem sköpuðu það
ísland, sem lifir í bókum“.
Þetta er upphaf þáttar, sem dr. Guðni Jónsson f.
1901 d. 1974 skrifaði í safnrit sitt Skyggni II árið
1962. Dr. Guðni var formaður Ættfræðifélagsins frá
1946 - 1967.
Guðna var rækilega minnst í Fréttabréfinu 1. tbl.
Engir vœru ástafundir
eða mannkynssaga
hefði verið ónýtt undir
Adam forðum daga
Málshættir
Allir fengu eitthvert pund, ójafnt
þó að væri
Allar þykjast meyjar þangað til
krakkinn krimtir
Allt er auðkeypt hjá lífinu
2002 með tveim greinum. Höfundar Jónína Margrét,
dóttir Guðna og Ólafur H. Óskarsson þá formaður
Ættfræðifélagsins.
Þess er skylt að geta, að Páll Lýðsson f. 1936 d.
2008 sagnfræðingur og bóndi Litlu-Sandvík
Flóa hélt erindi um Bjarna Guðmundsson ættfræð-
ing á fundi í Ættfræðifélaginu 30. jan 2003. Erindið
var svo prentað í 2. tbl. Fréttabréfsins s.á.
Þáttur dr. Guðna um Bjama ættfræðing endar
svo:
„Að öllu samanlögðu hygg ég, að merkasta ætt-
fræðirit Bjarna sé Arnessýslumanna ættbálkar. Er það
ritað á síðustu árum hans og fjallar um þær ættir, sem
honum voru persónulega kunnastar. Af minni reynslu
veit ég, að ég hefði stundum orðið að gefast upp við
að finna réttar ættrakningar, ef Bjarna hefði ekki not-
ið við, ekki svo að skilja, að lausnin hafi staðið hjá
honum, heldur einhver vísbending, kannske í öðru
sambandi, sem nægði til þess að komast á rétt spor.
Ættartölubækur Bjarna geta því oft orðið að miklu
liði, ef þær eru notaðar með vakandi auga og dálítilli
kunnáttu.
Þrátt fyrir mikla galla eru ættfræðirit Bjarna samt
nokkurs virði frá fræðilegu sjónarmiði, því að margur
fróðleikur er þar saman kominn, sem ekki er til ann-
ars staðar og getur orðið grundvöllur að byggja á síð-
ar, ef rétt er að farið. En eins og ég gat um í upphafi,
eru ritverk hans merkust sem mannlegur vitnisburður,
sem dæmi um fágæta þrautseigju, fórnfýsi og trúnað
við hugsjón. Areiðanlega hefir Bjarni aldrei efast um
mikilvægi ævistarfs síns eða fræðilegt gildi þess. Að
því leyti var hann ríkur í fátækt sinni, ánægður með
hlutskipti sitt, sæll af verkum sínum“.
Sendandi: Guðjón Óskar Jónsson
Safnadagur
Þjóðskjalasafn íslands og Borgarskjalasafn
Reykjavíkur héldu upp á norræna skjaladaginn
laugardaginn 8. nóvember s.l. Þá var Opið hús
í Þjóðskjalasafninu frá kl. 11:00 - 15:00. Söfnin
kynntu starfsemi sína og fjórir fyrirlesarar héldu
erindi. Sýnt var margmiðlunarefni um manntalið
1703, sömuleiðis Skjaladagsvefurinn og nýr vef-
ur um Bjarna Benediktsson ásamt frumskjölum
um gleymda atburði. Einnig var farið í skoðunar-
ferðir í skjalageymslurnar. Fjölmenni var og vel
tekið á móti gestum.
http://www.ætt.is
19
aett@aett.is