Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 11

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 11
Foreldrablaðið 1. ár I 1. desember 1934. 1. blað AVARP. Heiðruöu lesendur! Blað þetta, sem hér kemur i fyrsta sinn fyrir sjónir almenninys, hefir tuenns- konar tilgang aðallega: 1. Að auka samvinnu og samhug milli skóla og heimila í Reykjavík. 2. Að flytja frœðandi og vekjandi greinar um uppeldismál almennt, einkum þá hliðina, sem snýr að foreldrunum. Um fyrra atriðið er það fyrst að segja, að blaði þessu er á engan hátt ætlað að koma i staðinn fyrir foreldrafundi, oiðtal foreldra við kennara og skólastjóra, bekkjablöð, skólasýningar eða önnur sambönd, sem áður hafa tiðkast milli heimila og skóla. „Foreldrablaðið“ vill þoert á möti beita áhrifum sínum í þá átt, að efla allt þetta oy annað, sem verða mœtti til að auka kynni og vinsamlega samvinnu milli þessara tveggja aðiia. Það er sannfœring vor, sem að blaðinu stöndum, að hið sameiginlega hlutverk heimila og skóla — uppeldi barnanna — sé svo mikils uert, að þrátt fyrir skíptar skoðanir, sem vera kunna um einstök atriði, megi einskis láta ófreistað um samvinnu um það, sem máli skiptir fyrir árangur starfsins. Um seinna atriði tilgangsins er oss það fullkomlega Ijóst, að blaðinu er þröngur stakkur sniðinn vegna fjárskorts og annrikis útgefenda. En knýjandi nauðsyn málefnisins réttlœtir tilraunina, þó smærra sé af stað farið en œskilegt væri. Islenskir foreldrar, sem fylgjast vilja með tímanum í uppeldis- og frœðslumálum, standa mun ver að vígi en almenningur i nágrannalöndunum, þar sem áilega er gefinn út fjöldi bóka og timarita um þessi efni. Útgefendur „ForeldrabIaðsins“ hafa fullan hug á að bœta úr þessu, en vœnta þess, að þegar dæmt er um árangurinn, verði erfiðleikarnir við slika byrjunarstarfsemi teknir til greina. Blaðið verður sent ókeypis inn á heimili hvers skólabarns, og teljum vér það nauðsynlegt, til þess að foreldrar allra skólabarna standi jafnt að vígi um sam- bönd við skólana. Er þess að vœnta, að blaðið verði ekki minna metið fyrir það, þótt það kosti ekki lesendurna peninga. Að lokum er þess að geta, að enda þóit ritstjórn og ábyrgð blaðsins hafi fallið i hlut undirrituðum, hefir útgáfan verið undirbúin í stjórn stéttarfélags barna- kennara í Reykjavik og rœdd á almennum fundi í félaginu. Arngrímur Kristjánsson. Hallgrímur Jónsson. Jón Sigurðsson. Sigurður Jónsson. Sigurður Thorlacius.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.