Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 29
Foreldrablaðið
15
engar fyrirbænir, hér dugar ekkert
nema skítur“.
— Oft hefir verið talað um það, að
eitthvað þurfi að gera fyrir hinn at-
vinnulausa unglingafjölda í þessari
borg. En hefir verið komið að raunveru-
leikanum sjálfum?
Nú er vakin alda, til þess að reyna að
koma á námskeiðum fyrir atvinnulausa
pilta, er komið geti fljótlega að hag-
kvæmum notum. Sótt hefir verið um það
til skólanefndar að fá lánaðar smíða-
stofur skólanna til smíðanámskeiða.
Flestir drengir hafa lært þau handbrögð
í barnaskólunum, að líklegt er, að þeir
geti strax smíðað gagnlega og seljan-
lega muni. Er hugsað, að nú þegar geti
byrjað 25—30 piltar og vonir hafa stað-
ið til þess, að hægt væri að hafa ein-
hvern basar á mununum, ef til vill jóla-
basar, svo að piltarnir hefðu þrefaldan
ávöxt: vinnugleðina, aura fyrir vinnu
sína og sæju einhvern tilgang í tilver-
unni.
Þetta er aðeins fyrsta skrefið að stórri
hugmynd. í þessari borg verða að rísa
upp vinnustofur, eins og í öðrum menn-
ingarborgum, þar sem vinnandi ungling-
ar starfa frá morgni til kvölds og fram-
leiða fallega og gagnlega muni, ekki að-
eins á þessu sviði, heldur ýmsum öðrum.
Nokkrar krónur hafa safnast, til þess
að standast straum af efniskaupum og
kennslu, svo að piltarnir þurfi ekkert
að leggja fram, nema vinnuna.
Vonandi bregðast bæjarbúar vel við
og styrkja þessa starfsemi með því að
kaupa eitthvað af slíkum hlutum, þegar
þeir verða til sölu. — Þetta er aðeins
vísir, sem á að Verða að mérkilegri
menningarstarfsemi.
Vér stöndum hér gagnvart djúpri al-
vöru, iðjuleysi unglinga, sem einstakl-
AIÞÝÐU6LAÐIÐ
er fyrst með allar fréttir, inn-
lendar og erlendar. Það er eina
blaðið, sem hefir sérstaka frétta-
ritara í Kaupmannahöfn og
London, sem síma því daglega
(Kaupmannahöfn), og allt
þegar stórtíðindi eru (London).
Alþýðublaðið er stærsta
dagblað landsins
og kemur út alla daga vikunnar,
SUNNUDAGSBLAÐ
Alþýðublaðsins kemur út á
hverjum sunnudegi, fróðlegt og
skemmtilegt. Það flytur sögur,
frásagnir, greinir, kvæði, mynd-
ir og skrítlur.
Alþýðublaðið kostar 2 krónur á
mánuði, 5 krónur á ársfjórð-
ungi, ef greitt er fyrir fram.
Allir, sem gerast kaupendur nú
fá Hvað nú — ungi maður?
fyrir 3 krónur, og S U N N U-
DAGSBLAÐIÐ frá upp-
hafi í kaupbæti.
Gerist áskrifendur að
Alþýðublaðinu
í dag.