Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 14

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 14
4 Foreídrablaðíð Villidýrasögur Stiandvísi og reglusemi. handa börnum heitir nýútkomin bók eftir mag. Árna Friðriksson. Höfundurinn skýrir frá háttum og siðum ýmsra rándýra og apa og segir sögur af þeim. Bókin er bæði skemmtileg og fróð- leg og hinn ákjósanlegasti skemmtilestur fyrir börn og unglinga. Við Álftavatn barnasögur eftir Ólaf Jóh. Sigurðs- son, yngsta rithöfund landsins, þurfa öll börn að eiga. — Með myndum. þegar hlutaðeigendur tala saraan um málið í ró og næði. Síminn er þægilegt áhald. En reynsla mín segir mér, að jafnviðkvæm efni eins og þessi eðliiega eru, ættu aldrei að ræðast í síma, heldur augliti til auglitis. Ekki ber heldur að gleyma spakmælinu forna: „Sjaldan veldur einn, er tveir deila“. Mörgum börnum hættir til að skýra þau mál nokkuð einhliða, sem snerta þau sjálf persónulega. Það er þeim ósjálfrátt. Til- finningarnar eru örar og lítt tamdar. Þess vegna er framburði þeirra varlega treystandi, nema báðir aðilar séu heyrðir. Nú ætla eg ekki að ofþyngja blaðinu með fleiri eða lengri athugasemdum þessum málum viðvíkjandi í þetta sinn, en margt fleira mætti hér um segja, sem væntanlega gefst tækifæri til að taka til athugunar síðar. Sig. Jónsson. Margir húsbændur skólabarna í Reykjavík hugsa vel um börnin og hjálpa þeim eins og kostur er. Þau börn, sem njóta þessarar sjálfsögðu um- hyggju, koma stundvíslega í skólana og hafa það með sér, sem þörf krefur. Þessi börn, sem njóta nægrar umhyggju, eru jafnaðarlega hraust, fjörleg og glöð. Þeim sækist námið vel, þau hafa gagn af skólaverunni. Hvert einasta barn þarf að eiga heimili, sem lætur því í té allt það nauðsynlegasta, er það þarfnast. Hvers þarf skólabarnið með? Það þarf sæmileg húsakynni, það þarf hollt og gott fæði, þjónustu góða, eftir- lit og umönnun. Framar mörgu öðru verður að tryggja barninu nægilegan svefn, á hentugum -tíma. Það á að ganga snemma til hvílu á kveldin. Og því nauð- synlegra er það, sem barnið á að fara fyrr á fætur að morgni. Þá þarf að vekja barnið og sjá um, að það fái hressingu. Klukkurnar eiga að vera réttar. Hvenær eiga börnin að koma 1 skól- ana hérna í Reykjavík? Allmörg börn verða að koma í skólana laust fyrir klukkan 8 á morgnana. Þá eiga sum börnin að koma rétt fyrir kl. 1, 3 og 4 á daginn. En auk þess verða börn- in að mæta á ýmsum öðrum tímum, stund og stund. Er þar ekki gætt hófs frá skólanna hálfu, og þarf í þessu fcfni bráðra umbóta. En þetta og fleira er ekki hægt að lagatil fulls, nema byggð séu nú þegar tvö skólahús, auk þess húss, sem er í smíðum. Ætti að reisa annað skólahúsið í Vest- urbænum, en hitt suður við Skerjaf jörð.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.