Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 23

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 23
9 Foreldrabiaðið ~~4H. V'"J! „l*, .V" L"'~~ .1 1,1 " M1 r-— ■ 1 1"! , 1 111 * 1 j 1 < reyna eina leið, og hún er sú, sem lýst hefir verið í ávarpinu hér framar í blaðinu. Hvað viljum við kennarar, skóia- læknar og hjúkrunarfólk svo ræða við heimilin, og hvaða vandamál berum við upp við foreldrana? Við viljum í rauninni margt, en í fæst- um orðum: Við viljum fá hjálp ykkar foreldra til að stuðla að heilbrigðum og gæfuríkum uppvexti allra barna í bæn- um og auðvitað á öllu landinu. Við viljum samstilla krafta okkar, ást og umhyggju foreldranna fyrir börnum sínum hverju f yrir sig. Við viljum koma með framréttar hend- ur móti hverju foreldri og öllum þeim öðrum, sem með uppeldi barna eiga að sýsla. Við viljum koma inn á hvert heimili og ræða við foreldrana um börnin, um áhugamál barnanna, nám þeirra, störf þeirra, hversdagsháttu þeirra, leiki þeirra og heilbrigði þeirra, andlegt og líkamlegt. Á þennan hátt vonum við að fá mörgu því áorkað, sem börnunum megi verða til heilla og farsældar. Við vonum, að foreldrarnir komi til samstarfs við okkur og ræði við okkur um barnið sitt. Við vonum, að foreldrum takist að innprenta barninu virðingu og traust á skólanum, og að þeir og heimilin forðist að tala um skólann eða kennarann með lítilsvirðingu eða óvild í eyru barnsins. Við vonum, að foreldrarnir reyni með kennaranum að finna sem réttasta leið að huga barnsins, og að þeir reyni að láta áhrif og starf heimilisins jafnan vera í samræmi við stefnu skólans. En séu þeir óánægðir með stefnu skólans, þá reyni þeir að ná samstarfi við skól- Unga ísland er stsersta og f jölbreytt- asía barna- og unglingablað landsins. Foreldrar!! Leyfið börnum yðar að kaupa Unga jsland. Verð aðeins kr. 2,50 árg. ■■■MMaaMHnnMnnnHni ann og fá rétting þess, sem þeim þykir miður fara. Við vonum, að foreldrarnir gefi kenn- urunum og skólastjórum allar þær upp- lýsingar um börnin, sem orðið gætu til þess að betri árangur næðist af skóla- starfinu, sérstaklega ef um vangæf börn er að ræða. Við vonum, að foreldrarnir hjálpi skólanum til að temja börnunum fagra umgengnisháttu, hreinlæti og fegurðar- smekk. Höfum það hugfast, að hverjum manni líður betur, og hann verður ham- ingjudrýgri, ef hann temur sér hrein- leik og fegurðarþrá. Við vonum, að foreldrarnir hjálpi skólanum til að kenna börnunum ást á lífinu, sem þau lifa óg á lífinu umhverf- is þau, á dýrunum og á lííi í hverri mynd. Ekkert eflir meir göfuga skap- gerð barnsins en þetta. Við vonum, að foreldrar hjálpi skól- anum að leggja kapp á að kenna börn- unum hreint, óbjagað og fagurt mál, og temja þeim skýra hugsun. Hér skal nú staðar numið, og þó er fátt eitt talið af sameiginlegum vanda- málum heimila og skóla. Eg' mun nú framvegis í Foreldrablað- inu ræða um einstök atriði nánar, sem mér þykja verulega máli skipta, en sem eg vona, að heimili og skóli fái áorkað, ef báðir aðilar taka af alúð höndum sam- an. —• Jón Sigurðsson,

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.