Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 26

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 26
12 Foreldrablaðið færðir inn á, rannsóknarferðir sýndar, heimsríki afmörkuð o.s.frv. Þar koma og teikningar barnanna af hinum sögulegu atburðum, eins og þau sjá þá eða hugsa sér þá. — 1 vinnubækur í landafræði koma kort af löndum þeim, sem numið er um, línurit, er veita sýnilegan og glöggan samanburð á hæð fjalla, stærð borga, fjölmenni landa og ýmsum öðrum stærðum, sem annars eru táknaðar með óhlutlægum tölum. Þar koma teikningar af fánum þjóðanna, myndir af merkum stöðum, ritgerðir, frásagnir, lýsingar og minnispunktar. — t vinnubækur í kristnum fræðum koma kort af Gyðinga- landi og Jerúsalem, myndir af biblíu- sögulegum atburðum, úrval, sem börnin gera, af því, sem þeim þykir fegurst af orðum Jesú, skrá yfir dæmisögur hans og kraftaverk o. s. frv. Mætti telja svo lengi. Til þess að gera lesöndum þessa blaðs ljósara, hvernig verkefni eru lögð fyrir börn til að vinna að í vinnubækur sínar, leyfi eg mér að birta hér tvö verkefni, er eg hefi lagt fyrir bekk minn í Aust- urbæjarskóla. Bæði verkefnin eru mið- uð við 12—13 ára drengi, úrlausnartím- inn tveir mánuðir fyrir landafræðiverk- efnið, en heill vetur fyrir hitt. Kristin fræði. Aðalverkefni er, að semja greinilega æfisögu Jesú Krists. Kaflarnir verða: I. Ætt Jesú og undirbúningur und- ir komu hans. II. Fæðing Jesú. III. Bernska og æska Jesú. IV. Jesú byrjar starf sitt og tekur iærisveina. V. Sagt frá starfsemi Jesú. VI. Síðasta för Jesú til Jerúsalem. VII. Handtaka Jesú og dauði. VIII. Áhrif Jesú á heiminn. IX. Áhrif Jesú á okkur sjálf. Aukaverkefni, sem unnið er að jafn- hliða aðalverkefninu: T. Safnaðu og skrifaðu á vinnu- bókablöð, svo vel sem þú getur, því, sem þér þykir fallegast og merkilegast af orðum Jesú Krists. II. Gerðu skrá yfir allt, sem Jesú sagði um börn og gerði fyrir börn. III. Gerðu nákvæma skrá yfir dæmi- sögur Jesú. IV. Gerðu nákvæma skrá yfir krafta- verk Jesú. V. Gerðu skrá yfir þær kenningar Jesú, sem minnst er farið eftir hér á landi, og athugaðu, hvern- ig á því stendur, að ekki er far- ið eftir þeim. VI. Gerðu skrá yfir postula Jesú og nefndu helztu atburði, sem get- ið er í sambandi við hvern þeirra. VII. Gerðu skrá yfir helztu menn, sem Jesús hitti eða átti skipti við, og gettu hins merkasta um hvern. VIII. Gerðu skrá yfir borgir og staði í Gyðingalandi, og nefndu við hvern stað helztu atburða, sem þar gerðust. Gerðu kort af Gyð- ingalandi. IX. Reyndu að finna sjálfur við- fangsefni í viðbót. Verkefni í landafræði. Norðurlönd: Noregur, Svíþjóð, Dan- mörk, Færeyjar, Finnland. 1. Litið þessi lönd á kortinu, og merkið inn á kortið alla staði, sem nefndir eru í landafræðinni og helzt fleiri,

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.