Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 17

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 17
ForeldrablaðiS 7 fyrst og fremst og eingöngu í því, hvað mikið gott honum hefir tekist að láta af sér leiða fyrir aðra. Hvað margar barnssálir hann hefir mótað til sálar- þreks og hamingjuríkra athafna. Hvað marga unglingshugi hann hefir laðað til göfgi. Frá alda öðli hefir heimspekinga og sálfræðinga greint á um það, að hve miklu leyti börn væru fædd með ákveðnu upplagi og eiginleikum. Með öðrum orð- um, að hve miklu leyti þau væru fædd til hamingju eða óhamingju. En nú hall- ast sálfræðingar meir og meir að þeirri skoðun, að þótt nokkuð kunni að vera af meðfæddum eiginleikum hjá börnum, þá sé farsæld þeirra og hamingja í líf- inu að langmestu leyti undir því komin, hversu að þeim sé búið í bernsku. Sum- ir sálfræðingar halda því fram, að allt velti á 4—6 fyrstu árunum af æfi barns- ins og að nálega öll mistök og alla ó- hamingju í lífi manna megi rekja til þeirra atburða, sem orðið hafi í lífi mannsins á fyrstu árum æfi hans. Hefir þessi skoðun mjög rutt sér til rúms síð- an hin svonefnda sálgreiniaðferð (Psy- koanalyse) varð notuð til að lækna and- lega sjúkdóma og finna orsakir að marg- háttaðri glæpahneigð. Hér er nú ekki að sinni rúm til að ræða þetta nánar, en áreiðanlegt er, að margt, sem miður er í fari barna, má skýra á þennan hátt, og þá oftast, þegar orsök er kunn, má á auðveldan hátt ráða bót á meinsemd- inni. Af því, sem hér hefir verið sagt, er það augljóst, að fyrsta ganga barnsins eru gæfuspor þess eða ógæfu. Garðyrkjumaðurinn annast ungu plönturnar í garðinum sínum. Hann vökvar þær umhyggjusamlega eftir þörfum, ver þær illgresi meðan þær (T* Kaupið Stærsta, fjölbreyttasta og útbreiddasta blað landsins með fylgiritinu LESBÓK. flytur allra íslenskra blatSa mest af innlendum og erlendum fréttum og fró(5leik, m. a. sérstakar síSur því nær daglega um ýmiskonar nytsöm efni, svo sem um verslun, iÖnaS og siglingar, bókmenntir, íþróttir, land- búnaS, aS ógleymdri hinni vinsælu „kvennasí8u“: „KvenþjóSin og heim- iliS“. í VíSsjá blaSsins birtast fróS- legar og skemmtilegar yfirlitsgrein- ar eftir merka höfunda um ýmis- konar dagskrármál fjær og nær. Auglýsingar Morgunblaðsins ná til allra. v----------------------—

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.