Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 16

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 16
6 Foreldrablaðið ur. Ég var sendur í búð rétt áður en ég átti að fara í skólann. Þetta eru nú al- gengustu afsakanir barnanna. Og ein- hver fótur er fyrir sumum þeirra. Óskandi væri, að allir hlutaðeigendur reyndu að bæta úr því, sem nú fer af- laga í þessu efni. Hallgrímur Jónsson. Tímatöf. Góðir og reglusamir kennarar undir- búa starfsefni fyrir hverja kennslu- stund, svo að dýrmætur tími eyðist ekki að óþörfu í fyrirhyggjulaust fálm. Góð- ir og reglusamir nemendur fara eins að. Þeir undirbúa sig svo vandlega, sem þeir geta, undir hverja kennslustund, •— hafa hvern hlut, er nota skal, á sínum stað og í nothæfu standi, áður en til skal taka, blýantinn yddaðan, pennann í pennastokknum o. s. frv. Ef hinn hátt- urinn er hafður, að byrja ekki á undir- búningnum undir starfið, fyr en starf- ið sjálft á að hefjast, verður afleiðing- in sú, að mikill hluti starfstímans fer í undirbúning, og þegar bjallan hringir að kennslustund lokinni, er verkið, sem vinnast átti, aðeins byrjað og ekki meira. Heimili barnanna vinna börnun- um gott verk og þarft, er þau hjálpa þeim til að undirbúa skólastarfið sem best. Við það eykst árangur starfsins að miklum mun, og barnið venst á að vanda til hvers verks, sem það á að vinna. Mínúturnar, sem óreglumaðurinn eyðir til ónýtis, en reglumaðurinn not- ar til nytsams starfs, gera muninn á ógæfu og gæfu þessara tveggja. Sig. Jónsson. Sameiginleg vandamál heimila og skóla. i. Hið sameiginlega vandamál heimila og skóla er mótun barnanna og uppeldi þeirra. Þarna er um tvær stofnanir að ræða, sem hvor um sig vinna að hag og velferð barnanna, en hvorug er ein- hlýt né getur án hinnar verið, ef vel á að fara. Heimilið þarf að virða og meta skólann. Skólinn þarf að taka fullt til- lit til heimilisins, og hvorttveggja, heim- ili og skóli, þurfa að bera lotningu fyrir barninu og sem fyllst traust til getu þess og göfgi. Þessir aðilar þurfa jafnan að hafa það hugfast, að með hverju barni er að koma ný lifandi vera inn í heim- inn, og að það er að langmestu leyti á valdi heimilis og skóla, hvort þessi nýja vera verður nýtur maður eða ómenni, hamingjuríkur eða vansæll maður. Það er vafalaust vandasamasta og um leið göfugasta hlutverkið í sérhverju þjóð- félagi, að umgangast börnin, móta þau og búa þeim veganesti út í lífið. Og þótt svo sé álitið, að uppeldi barnanna eigi að hvíla á heimilunum og skólanum, þá er í rauninni hver sá, sem umgengst börn, uppalari þeirra. Börnin taka full- orðna fólkið sér til fyrirmyndar og eldri systkinin eru oft yngri systkinunum fyrirmynd. Enda mótast sálarlíf barna mjög af umgengni annarra við þau, og jafnvel af einstökum atvikum, sem sýn- ast kunna smávægileg. Þetta þurfa allir að hugleiða. Gæfa hvers einstaks manns er í rauninni ekki í því innifalin, hvað margar af óskum sínum hann hefir feng- ið uppfylltar, hve margar af vonum hans hafa rætst í lífi hans, hve ríkulega hann hefir notið lystisemda heimsins, heldur

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.