Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 18

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 18
8 Foreldrablaðið eru smáar, hlúir að þeim með mold og styður að unga stofninum, svo að hann bogni ekki né falli. Hann skýlir fyrir þeim, ef kuldi er eða vindur, og hann ver þær of mikilli sólbreyskju. Hið sama gerir skógræktarmaður- inn við ungskóginn, kornræktarmað- urinn við kornið og á líkan hátt fjár- hirðirinn við unglömbin. Hið sama gera og dýrin við afkvæmi sín og fuglarnir við eggin og ungana. Allir, sem ala önn fyrir hinu unga lífi, í hvaða mynd sem það er, finna með sjálfum sér, að vel- ferð og farsæld hverrar lifandi veru á manndómsskeiði hennar er að miklu og oft mestu leyti komin undir því, hversu tekst með fyrsta skeið upp- vaxtarins. Fyrst svona er háttað um þroska jurta og dýra, hví skyldi sama ekki gilda um uppvöxt barna? Til alls umhverfis barnanna þarf að vera vandað sem allra best. En því er nu miður, að Reykjavíkurbær hefir ekki enn skilið hlutverk sitt í þessu efni. Óhrein gata og gangstéttir eru oftast leikvangurinn. Þetta má ekki svo vera, og þarf að ræða um þetta efni sérstaklega og ýtarlega þangað til bót ræðst á. En foreldrar eru líka oft og tíðum allt of hirðulítil um börnin. Foreldrar verða að benda börnunum á þábestuleið, sem fær er. Reyna að fá þau til að velja sér sem hollust leiksvið. Þeir þurfa að kynna sér hverja leikfélaga börnin hafa, og reyna að hafa áhrif á, hverja þau um- gangast í leikjum. Þetta kostar lægni og erfiði, en foreldrar mega aldrei, fremur en kennarar barnanna, vera löt né hirðulítil þegar um velferð barnsins er að ræða. Það er nú orðin allgömul venja að líta svo á, að hlutverk heimilisins sé að sjá um föt og fæði barnsins, en svo eigi skólinn að sjá um fræðsluna. Þarna hef- ir í hugum fólks, heimilinu verið valið afmarkað verksvið í uppeldinu og skól- anum annað. En þó að þetta sé að nokk- uru leyti rétt, þá er þó hitt sannast, að hvorugur aðili má án hins vera. Við höfum allmikla trú á því, kennarar, að við getum gert börnunum ykkar marg- háttað gagn og stuðlað að gæfu þeirra á ýmsa vegu, en við finnum sárt til þess, að við þurfum á aðstoð ykkar að halda og við þurfum að vera í náinni samvinnu við ykkur, ef slíkur á að verða árangur af starfi okkar, sem við viljum og ósk- um og vonum að verða megi. Við ósk- um eftir samvinnu ykkar og hjálp í okkar vandasama en göfuga starfi, og við vonum, að allir foreldrar í bænum mæti okkur opnum örmum og skilji vilja okkar og nauðsyn málefnisins. Hjálp ykkar foreldra vonurn við að fá. En hvaða leið er greiðust að marki þess- arar samvinnu? Fyrst og fremst verð- um við að ræðast við um börnin og upp- eldið. Bærinn er nú orðinn of stór og fjölmennur til þess að skólastjórar og kennarar geti iðulega átt tal við hvert foreldri fyrir sig. En vandinn er, að fá sem allra flesta foreldra til samstarfs- ins. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar, svo sem sérstakir viðtalstímar í skólun- um fyrir foreldra, bæði við skólastjóra og kennara, foreldrafundir einstakra bekkja, sýningar á vinnu barnanna með- an á skóla stendur og umræður kennara við foreldra um störf og nám barnanna í skólanum. Þó nú að þetta hafi borið nokkurn árangur, þá hefir hann ekki orðið eins góður né víðtækur og okkur kennurunum þykir æ.skilegt eða viðun- andi. Þess vegna viljum við nú enn

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.