Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 28

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 28
14 Foreldrablaðið Polyfoto Eðlilegu myndirnar, Laugaveg 3. Foreldrar, sem vilja fá góðar myndir af börnum sínum, velja aðeins: Polyfoto Polyfoto er eina myndatökuað- ferðin, sem getur náð hinum mörgu svipbrigðum barnanna eðlilega. Eina Polyfoto myndastofan í Reykjavík er við Laugaveg 3. EINKARÉTTUR. KALDAL. Foreldrar ættu að gefa vinnubókum skólabarna mikinn gaum, hjálpa börn- um sínum til að hafa sem mest not og ánægju af þeim, — og skoða þær ræki- lega, þegar þess verður kostur á sýning- um skólanna í vor. Þar er margt að sjá, þó að þær láti lítið yfir sér hið ytra. ASalsteinn Sigmundsson. Skólamjólkin. Nýir samningar standa nú yf- ir milli bæjarráðs og mjólkurframleið- enda um kaup á mjólk fyrir skólana. Enn er eigi að fullu ráðið, hvernig mjólkurúthlutuninni verður hagað, en samkvæmt upplýsingum, er ritstj. hefir fengið frá borgarritara, mun úthlutun in geta byrjað mjög bráðlega. „Hér duga engar fyrirbænir...“. * Alloft ber það við, að börn á skóla- aldri fá leyfi til þess hjá kennurum að bera út blöð, sendast í verslunum eða vinna eitthvað annað, til þess að aura inn í heimilið. Einn eða fleiri fullorðnir menn, sem ekki hafa tækifæri til vinnu, eru ef til vill á heimilum barna þessara, og aurar barnanna verða því kærkomn- ir, þó að aldrei verði það stórar upp- hæðir. Þegar börnin komast svo úr skólan- um, 14 ára, snýst þetta við. Þá minnka oft tækifærin og mörg börn, sem ekki ganga í framhaldsskóla, — en svo er um mjög mörg af alþýðubörnum, — hafa lítið eða ekkert fyrir stafni og eitur iðju- leysisins læsist um æðar þeirra með blóðinu. Fyrir slíkum börnum fara dýr- mætustu árin í vonleysi, baráttu við nekt og lífsþægindaskort á ljótum götum, innan um ljót hús, — tilveran verður ljót í augum þeirra, sem ekki þokast að einhverju marki, — og mennirnir verða vondir. -----Það er til saga um prest, sem fluttist í nýtt byggðarlag. Fólkið þar hafði þá trú á bletti einum, er sóknar- börn höfðu sameiginleg not af, að upp- skeran af honum yrði því aðeins góð, að presturinn kæmi þangað snemma vors og bæði um regn af himni og vænan gróður. Sagt er, að stundum hafi gróð- ur brugðist, þrátt fyrir athöfn þessa. — Nýi presturinn gerði það fyrir sóknar- börn sín að líta á þetta landsvæði, sem allir höfðu óskir um að blómgaðist sem best. En þegar hann hefir litið yfirsvæð- ið, hristir hann höfuðið og segir, þegar hann gengur burtu: „Nei, — hér duga

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.