Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 30

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 30
16 Foreldrablaðið ingar eru ekki færir um að ráða fram úr. En samtaka foreldrar í heilli borg eru máttugir. Og vafalaust hafa ýmsir hugmyndir til hjálpar í þessum efnum. En þær þurfa að koma fram. Það þarf að mynda kerfi, sem unglingar frá 14— 20 ára ynnu að sumar og vetur, inni á veturna, en úti vor og sumar. Vér eigum dýra skóla, en þess ber að minnast, að skólahurðin lokast fyrir mörgum á 14 ára aldri. Það er aðeins ein leið til þroska, en hún er starf. Kyrrstaða og iðjuleysi er dauði í einhverri mynd. Þess er vænst, að foreldrar hugleiði þetta mál til athafna. Grundvöllurinn er þegar lagður. Gunnar M. Magnúss. Góð barnabók. Síðastliðið vor kom út bók, sem heit- ir: „Til Færeyja. Ferðasaga íslenskra skóladrengja vorið 1933, eftir drengina sjálfa“. Bók þessi er fyrir margra hluta sakir athyglisverð og þess makleg, að hún sé keypt og lesin. Bókin flytur mik- inn og góðan fróðleik um Færeyjar, landið og þjóðina. En það mun sannast sagt, að flestir íslendingar vita minna um þessa sérkennilegu frændþjóð, en vansalaust má teljast. Þeir, sem kynnu að rengja höfund- ana, vegna æsku þeirra, um rétta frá- sögn, ættu að lesa það, sem menntamenn Færeyinga sjálfra hafa um bókina rit- að. Hér skulu tilfærð, sem sýnishorn af þeim ummælum, nokkur orð eftir Jakub av Skarði úr færeyska „Skúlablaðinu“: ,,... Ivaleyst er tað, að Föroyar hafa aldri verið fagrari avmyndaðar en í hes- ari bók. ... Av röttum eigur henda bók- in at vera lisin av hvörjum unglingi í Föroyum, tí so væl sýnir hún land okk- ara. . ..“ Fyrst Færeyingar sjálfir geta sótt mikinn fróðleik til bókarinnar, hvað mun þá um oss íslendinga? Einnig aðrar ástæður, síst ómerkari, liggja til þess, að sem flestir, einkum börn og unglingar, ættu að lesa bókina ,,Til Færeyja“. Hún er sem sé fyrsta, og enn þá eina bókin, sem út hefir komið á íslensku, eftir börn. En bækur af því tægi, sem vel eru samdar, vekja ætíð mikla athygli meðal annara þjóða og þykja hinar hollustu og skemmtilegustu fyrir börn og unglinga. Og drengirnir, sem með ærinni fyrirhöfn og kostnaði brutust í því að ferðast til annars lands og urðu þar þjóð sinni til mikils sóma, eiga það sannarlega skilið, að bókin þeirra sé keypt og lesin. Sigurður Thorlacius. Merkið bækurnar. Það eru daglegir viðburðir, að skóla- börnin glata í skólanum bókum og öðr- um áhöldum. Þetta bakar aðstandend- um þeirra ærin aukaútgjöld, ef ekki tekst að finna það, sem tapast hefir. En séu bækurnar eða áhöldin vel og greini- lega merkt með nafni og helst einnig deildarnafni eiganda, má gera sér von um, að það, sem glatast, finnist aftur og komist til skila. Þar á móti eru litlar líkur til, að það, sem ómerkt er, komist til skila. Foreldrar og aðrir aðstandend- ur barnanna ættu því að líta vel eftir því, að allir munir þeirra séu merktiv. Sig. Jónsson.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.