Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 24

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 24
10 Foreldrablaðið Hafið þér lesið bókina í LOFTI Það er frásögn i æfin- týrastil um loftferðir fyr og siðar og sagt frá ýmsum einkenni- legum atvikum, sem komu fyrir í flugtil- raunum íslendinga. Bókin er bæði fróðleg og skemtileg og prýdd fjölda fallegra mynda. Vinnubæknr. Ein merkasta nýjung, sem barnaskól- arnir hér í Reykjavík og víðar um land hafa tekið upp í seinni tíð, er notkun vinnubóka við nám barna í ýmsum greinum. Er því full ástæða til, að þess- arar nýjungar sé getið að nokkru í fyrsta foreldrablaðinu, sem barnaskólar Reykjavíkur gefa út. Vinnubækur, sem settar eru saman úr lausum blöðum, hafa rutt sér til rúms um öll Norðurlönd á síðari tírrtum. — Einkum eru þær stórmikið notaðar í Svíþjóð, en Svíar standa nú fremst allra Norðurlandaþjóða í skólamálum. Blöð- in, sem bækurnar eru settar saman úr, jafnóðum og börnin vinna, eru mjög margbreytt, eftir því til hvers þau eru ætluð: Skrifpappír, óstrikaður og strik- ítður með ýmsu móti, teiknipappír af ýmsum litum, pappír fyrir línurit og veðurathuganir, umlínukort af löndum og álfum, fyrir börnin að fylla út í með litum og nöfnum, blöð með margvísleg- um verkefnum úr sögu, náttúrufræði o. fl. Öll eru blöðin götuð. Vinnubókakáp- urnar eru stinnar og sterkar, með útbún- aði til að festa blöðin inn, á svipaðan hátt og bréf eru fest inn í bréfabindi. Þau forlög á Norðurlöndum, sem gefa út vinnubókaefni, hafa öll blöð og kápur af sömu gtærð, svo að hægt er að nota blöð frá mörgum forlögum og jafnvel fleiri en einu landi, ef ástæða þykir til. Samband íslenzkra barnakennara beitti sér fyrir því fyrir þremur árum síðan, að notkun vinnubóka væri tekin upp hér á landi. Samdi það við E. P. Briem bóksala, er útvegar og selur kennsluáhöld fyrir fræðslumálastjórn- ina, um að hann útvegaði og hefði til

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.