Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 15

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 15
Foreldrablaðið 5 Nokkur börn sækja skólana óreglu- lega. Eru orsakirnar bæði hjá heimil- um, börnum og skólastjórn. Heimilin vanrækja þessi börn vegna ýmsra á- stæðna, börnin sjálf eru viljalítil og skeytingarlaus, og forráðamenn skólanna búa svo illa í haginn, að mörgu skóla- barni er ofraun, að leysa það af hendi, sem því er ætlað. Allt þetta þarf að lagast, og verður unnið að umbótum skólahalds á komandi tíma. Það er mönnum kunnugt, að nýskóla- stefnan boðar meira skóiafrelsi en verið hefir. Og það er ekki óalgengt, að ný- skólamönnum hingað og þangað sé borið á brýn, að þeir hirði lítt um stundvísi og reglusemi í skólunum. Þessi ásökun mun ekki vera fyllilega réttmæt. Það er gleðilegt að geta birt hér um- sögn ötuls og afkastamikils nýskóla- manns stundvísi og reglusemi viðvíkj- andi. Aðalsteinn Sigmundsson, kennari við Austurbæjarskólann, ritar nýlega að- standendum 35 drengja, sem hann kenn- ir allar námsgreinar í vetur, að leikfimi og söng undanskildu. Aðalsteini þótti nauðsynlegt að ná sambandi við aðstandendur nemenda sinna. Vélritar hann þess vegna for- eldrablað og sendir heim á heimili drengjanna. Blað þetta heitir Bekkur- mn. Eftirfarandi smágrein er í fyrsta tölublaði. Bekkjarins: »>Stundvísi og reglusemi eru dyggð- lr> sem ég geng mjög ríkt eftir af nem- óndum mínum. Leyfi ég mér hér með að mælast til, að foreldrar drengjanna séu mér samtaka um það. Drengirnir verða að koma stundvís- lega í kennslustundir, bæði vegna sjálfra sm og félaga sinna. Vegna sjálfra sín af því, að ef drengur venst óstundvísi í bernsku, er hætt við, að sá Ijóður fylgi honum jafnan síðan, og má leiða af því margvíslegan trafala. Vegna félaga sinna af því, að drengur, sem kemur of seint í kennslustund, gerir með því ónæði og truflar störf þeirra, sem fyrir eru. Reglusemi og skyldurækni verður skól- inn engu síður að temja nemöndum síu- um. Drengur, sem gleymir iðulega blý- antinum sínum heima og hirðir ekki um að hafa skólatækin sín í reglu, myndar sér með því skaðlega venju, sem hætt er við að síðar komi fram í starfi hans. Og drengur, sem smeygir sér hjá að rækja kennslustundir, sem honum ber skylda til að vera í, venst við það á að lítilsvirða skyldur sínar og hliðra sér hjá þeim — auk þess sem hann missir við þetta nokkuð af því námi, sem hann á að fá. —“ Þetta er hispurslaust ritað og af vel- vild til upprennandi æskulýðs. Óstundvísi er einn þjóðlöstur vor ís- lendinga. Nokkur menningartæki vor eiga góðan þátt í að útrýma lesti þess- um. Útvarpið venur menn beint og ó- beint á stundvísi. Skólarnir reyna að kenna nemendum stundvísi, en betur má, ef duga skal. Notkun ýmsra farartækja á sjó og landi venur almenning einnig á að at- huga við og við, hvað tímanum líður. Margar hafa menn afsakanir á reið- um höndum, þegar þeir vita ekki, hvað tíma líður og verða of seinir á fundar- staði, til kirkna og á skip. Skólabörnin hafa einnig sínar afsakanir, þegar þau verða of sein í skóla. Helztar eru þessar: Klukkan stóð. Klukkan var of sein. Klukkan var of fljót! Klukkan var vit- laus. Mamma vaknaði ekki. Ég var að bí ða eftir bekk j arsystur eða bekk j arbróð-

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.