Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 12

Foreldrablaðið - 01.12.1934, Blaðsíða 12
2 í’oreldrablaðið FORELDRABLAÐIÐ. Málgagn heimila og skóla. Ábyrgð og ritstjórn hafa á hendi: Arngrímur Kristjánsson, Hallgrímur Jóns- son, Jón Sigurðsson, Sigurður Jónsson, Sigurður Thorlacius. Prentað í ísafoldarprentsmiðju. Skólahaldið i Reykjavík. Lesendur „Foreldrablaðsins“, aðstand- endur skólabarnanna í Reykjavík, af- saka það vonandi, og telja það jafnvel nokkuð eðlilegt, að við skólastjórarnir notum tækifæri það, sem okkur býðst með útgáfu blaðsins, til þess að ræða dálítið um það málefni, sem okkur ligg- ur næst og snertir okkur sjálfa mest, sem sé stjórn og umsjá skólanna. Lang- ar mig til að hefja umræður um það efni, en mun þó ekki að þessu sinni minn- ast nema á fátt eitt, sem vert væri að taka til yfirvegunar í því sambandi. Eg veit ekki, hvort almenningi er það ljóst, en þó er það svo, að barna- skólarnir hér í borginni eru meðal allra fjölsóttustu barnaskóla á Norðurlöndum og þótt víðar sé leitað. Skólabörnin eru yfir 2900 samtals, og kennaraliðið ná- lægt 100. Þessar tölur geta strax gefið nokkra hugmynd um það, að hér sé margt, sem nauðsyn er að taka tillit til, þar sem um er að ræða 3000 einstakl- inga, sem eðlilega eiga hver sinn kröfu- rétt til stofnunarinnar, allir sín sérstöku viðhorf, sinn sérstaka vilja og sín sér- stöku áhugamál. En auk þessara 3000 eru aðrir, og þeir margfalt fleiri, heima á heimilunum víðsvegar úti um borgina, sem einnig hafa sínar eðlilegu og rétt- mætu kröfur að gera til skólanna, og það einnig þeir, sem sjálfir eiga ekkert barn í skóla — borgfélagið í heild sinni verður að gera og gerir sínar kröfur til þeirra, því að vissulega er það hlutverk skólanna að eiga mikilsverðan þátt í því menningarstarfi, sem heill og hagsmunir borgarinnar eiga að byggjast á, og þar með að vísu framtíðarheill þjóðfélagsins alls. En sleppum því. Það atriði út af fyrir sig gæti gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga, og verður ef til vill tæki- færi til að rekja nokkuð þann þráðinn síðar. Hér vildi eg aðeins bæta því við hitt, sem eg tók fram um fjöldann í skólun- um, að aðstæðurnar til þess að geta orð- ið á sómasamlegan hátt við þeim kröf- um, sem til skólanna eru gerðar, eru hér að ýmsu leyti óvenju erfiðar, miklu erfiðari heldur en títt er um sams konar skóla með öðrum þjóðum. Hér verður að tvísetja 1 hverja skólastofu dag hvern og þrísetja í margar, og gefur að skilja, að það veldur ekki aðeins óþægindum, heldur gerir það blátt áfram ókleift að fullnægja réttmætum kröfum um hent- ugan skólatíma og viðunandi hollustu- hætti. Nú má ekki skilja orð mín svo, sem í þeim felist ásökun til forráðamanna borgarinnar. Stórt og vandað skólahús er nýreist, og þó varla að öllu leyti full- klárað enn, þegar annað — miklu minna að vísu — er að rísa. En hvað stoðar það? Næsta ár má teljast óumflýjan- legt að bæta enn einum skólanum við o. s. frv. í þessum hraðvaxandi bæ er alveg óhugsandi að lúka nokkru sinni við öll þau verkefni, sem fyrir liggja. Meðan unnið er að einu, myndast 2 eða

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.