Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 11

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 11
FORELDRABLAÐIÐ 7 Símon Jóh. Ágústsson: Blaðasala- barna. BlaSasala barna hér á götunum hef- ir lengi verið ýmsum mönnum á- hyggjuefni, ,enda hefir því máli oft verið hreyft, og barnaverndarnefnd Reykjavíkur setti reglur um blaða- söluleyfi barna fyrir nokkrum árum: Börnum innan við 10 ára aldur er bannað að selja blöð á götum út.i, en hin, sem eldri eru, þurfa til þess sér- stakt leyfi nefndarinnar. Mikið hefir þó skort á, að þessum reglum hafi ver- ið framfylgt. Það er álit flestra, sem við uppeld- ismál fást, að blaðasala sé mjög ó- heppilegt starf fyeir börn, enda hefi ég hvergi séð börn selja blöð í borgum á meginlandi Evrópu. Hér er þessi ó- siður orðinn rótgróinn, og búast má við, að jafn-sjálfsögð umbót og sú, að börnum innan við 14 ára aldur verði bannað að selja blöð á götum úti, mæti mótspyrnu úr ýmsum áttum. Mun ég í þessu greinarkorni fyrst færa fram ástæður fyrir því, að blaðasala er mjög illa valið starf fyrir börn; því næst mun ég taka til athugunar helztu rök, sem menn hafa venjulega á tak- teinum til réttlætingar blaðasölu barna. Hversvegna er blaðasala óheppilegt starf fyrir börn? Fyrst Og fremst af heilbrigðisástæðum. Það getur verið skaðsamlegt heilsu barnanna að norpa úti í köldum veðrum og rigningum við blaðasölu, enda eru flest þessi börn fátæk og því illa búin. Þau börn, sem bera blöð heim til áskrifenda, verða JAFNYEL UNGT FÓLK eykur vellíðan sína meS því að nota flárvöln llmvötn. Við framleiðum: EAU DE PORTUGAL, EAU DE QUININE, EAU DE COLOGNE, BAYRHUM, ÍSVATN. Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stcerð. Þá höfum við hafið framleiðslu á ilmvötnum úr hinum beztu erlendu efnum. Fyrsta merkið FANTASIE er þeg- ar komið á markaðinn og kostar í búðum frá kr. 1,50 til kr. 9,00. Auk þess höfum við einkainnflutn- ing á erlendum ilmvötnum og hár- vötnum, og' snúa verzlanir sér því til okkar, þegar þær þurfa á þess- um vörum að hakla. Loks viljum vér minna húsmæðurn- . ar á bökunardropa þá, sem við selj- um. Þeir eru búnir til nieð rcttum hœtti, úr réttum efnum. FÁST ALLSTAÐAR. Aíengisveízlun ríkisins

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.