Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 13

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 13
FORELDRABLAÐIÐ 9 frá heimilinu og rangla um göturnar. Hin helztu rök, sem menn hafa á takteinum til réttlætingar blaSasölu barna innan við 14 ára aldur eru þau, að fátækum fjölskyldum sé mikill styrkur að fé því, sem börnin vinna sér inn á þennan hátt. Til þesss að fá vitneskju um þetta atriði, sneri ég mér, síðastliðið vor, til afgreiðslumanna allra dagblaða í bænum og helztu vikublaðanna. Af þeim upplýsingum, sem afgreiðslumennirnir létu mér góðfúslega í té, komu eftirfarandi at- riði í ljós: 1) Blöðin eru yfirleitt borin heim til áskrifenda af 14 ára gömlum börnum og eldri. 2) Lausasala dag- blaðanna er ekki nema lítill hluti af allri sölunni hér í bænum. 3. Einn pilt- ur selur, að sögn afgreiðslumanna um helming allra þeirra blaða, sem seld eru í lausasölu. Má því nærri geta, hve sölulaun fyrir hinn helm- inginn draga skammt alla hina blaða- söludren’gina til samans, en tölu þeirra, sem blaðasölu stunda nokkurn veginn reglulega, má áætla 50—60. Samkvæmt upplýsingum frá af- greiðslumönnunum, mun vart meira en 1000 eintök dagblaða seljast dag- lega að jafnaði í lausasölu. Þar af sel- ur einn maður nærfellt helming. Nú er börnunum borgaðir 3 aurar af hverju blaði í sölulaun (eða um 30% af söluverði blaðanna), og gefur því blaðasalan öllum þessum börnum alls kr. 15.00 — fimmtán krónur í tekjur daglega -— eða 25—30 aura á barn. Lausasala vikublaðanna breytir ekki mikið þessari niðurstöðu. Reynd- ar er lausasala þeirra hlutfallslega miklu meiri, eða um 75% af allri bæj- arsölunni, eins og tvö útbreiddustu blöðin áætluðu. En um helmingur ER STÆRSTA BLAÐ LANDSINS. ER LANG BEZTA FRÉTTABLAÐIÐ. ER FJÖLBREYTTASTA BLAÐIÐ. KERAMIK, nýtízka. KRISTALL, handskorinn. POSTULÍN, fyrsta flokks BARN ALEIKFÖN G. Hvergi meira úrval. Hvergi lægra verð, K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.