Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 33
FORELDRABLAÐIÐ
29
nú, með sínum margrómuðu afköstum
við ítroðninginn. Öruggasta ráðið til
að firra kennarana þeirri freistingu, er
það, að afnema sem mest þekkingar-
prófið. Ef ekki þykir fært að sleppa
inntökuprófinu með öllu, mætti nægja
prófun í óhjákvæmilegri leikni í með-
ferð talna og í því að beita móður-
málinu, skriflega og mun lega. Þar
sem vér höfum nú eignast sérfræðing
í meðferð gáfnaprófa, mætti beita
þeim með, til hliðsjónar.
Það er sannfæring rnin, að öllum
aðilum væri það fyrir beztu, að hlíta
mætti sem mest forsjá barnakennar-
anna um val barna til menntaskóla-
náms. Að vísu má vel vera, að kenn-
arar almennt séu sem stendur ekki
fyllilega þeim vanda vaxnir, af því
að engar slíkar kröfur hafa verið til
þeirra gerðar, og ráðleggingar þeirra í
þeim efnum venjulegast að engu hafð-
ar. En fái kennarinn að vita það í
tíma, að barninu sá fyrirhugað fram-
haldsnám í æðri skólum, þá hefir hann
öllum öðrum betri aðstöðu til að rann-
saka, hvort barnið er til þess fært. Að-
standendur barnsins ættu að geta ráð-
fært sig við kennarann um námsgáfur
barnsins, áður en ákveðið er að það
gangi menntaveginn. Með því móti
mætti vafalaust spara mörgum von-
brigði og árangurslausar fórnir.
Kennarastéttin verður að reka af
sér það sliðruorð, að hún geti ekki
kennt börnunum þau fræði, sem þeim
eru nauðsynleg til framhaldsnáms, að
svo miklu leyti, sem börnunum er fært
að veita þeim viðtöku, án þess að mis-
þyrma sjálfum sér. En foreldrar og
kennarar verða í sameiningu að krefj-
ast þess, að fjárhagslegt misrétti loki
ekki börnunum aðgang að mennta-
brautinni, ef hugur þeirra og hæfi-
leikar stefna þangað. Til þess þarf
fyrst og fremst sú breyting á að kom-
ast, að til inntökuprófs þurfi engrar
annarar fræðslu að krefjast, en þeirr-
ar, sem barnaskólarnir láta í té, enda
taki þeir fullt tillit til þess undirbún-
ings, sem menntskólum sérstaklega
er nauðsynlegur. Samvinna um þessi
mál milli skóla og heimila, mundi ó-
sjálfrátt leiða til þess, sem er annað
meginatriði þessa máls, að hætt yrði að
líta á þau börn, sem öðrum fremri, er
„ganga menntaveginn". Lífið á ótal
leiðir aðrar til mennta og manndóms-
þroska, og þá ekki síður til fjár og
frama. Um þá hlið málsins mætti líka
skrifa langt mál, en það verðiu að
bíða betri tíma.