Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 30
FORELDRABLAÐIÐ
&6
(
nú breytt orðið í flestum menningar-
löndum. I daglegu lífi reynast sund-
urlausir fróðleiksmolar harla lítils-
virði, samanborið við hæfileikann til
að hafa uppi á þeim fróðleik, er hag-
nýta þarf í það og það sinnið'. Barna-
skólarnir hverfa því meir og meir að
því marki, að þroska hjá börnunum
ýmsa þá hæfileika, sem þeim mætti að
gagni verða í lífsbaráttunni, m. a. í
leitinni að fróðleik. Þótt við séum eftir-
bátar annarra þjóða í uppeldismálum,
ekki síður en öðru, þá reyna barna-
skólarnir að læra af nýjum stefnum
með nágrannaþjóðunum, fylgja í því
efni óumflýjanlegum kröfum tímans,
vegna breyttrar aðstöðu í atvinnulífi
og heimilisháttum fólksins. Starfshætt-
ir barnaskólanna, eins og þeir eru nú
orðnir, uppræta blátt áfram úr barns-
sálunum það verðleikamat, að litið sé
upp til þess nemandans eins, sem á
vissum augnablikum geti þulið upp úr
sér, eða skrásett eftir minni, flest
fróðleiksatriði. Hinn nýi tími setur
hagnýting bókasafna ofar því að
muna innihald bókanna, svo að nefnt
sé eitt dæmi af mörgum.
Lærðu skólarnir hafa yfirleitt ekki
átt forystuna um þessa breytingu,
hvorki hér né annars staðar, og nauð-
syn þess að breyta til, verður seinna
á vegi þeirra en barnaskólanna. Lærði
skólinn handfjallar aðeins lítinn hluta
hinnar uppvaxandi kynslóðar. Hann
þarf að velja úr á einhvern hátt, og
meðan einhver verður til að senda
Barnaskólarnir óska öllum
heimilrm barnanna
GLEÐILEGRA JÓLA!
jóf/
Húsfreyju r!
Sparið yður tíma og erfiði í
jólaönnunum, og athugið að
jólakerfin endurspeglast best í
4 - STUNDA GÓLFLAKKI.
MÁLARINN BsZ:u9l