Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 9
FÓRELDRABLAÐIÐ
5
á löngum tíma, sundurslitið með lex-
íum úr öðrum bókum inn á milli og
samhliða. Þannig silast hann gegnum
kennslubókina sína, oftast hvað eftir
annnað — les hana og staglar í sund-
urlausum bútum, eftir utanaðkomandi
skipun, á tímum, þegar áhugi hans og
þarfir kalla ekki á efni hennar. Þetta
getur ekki annað en haft þær afleið-
ingar, að drengurinn verði hundleiður
á kennslubókunum sínum, og sú leiði
yfirfærist jafnvel á aðrar fræðibækur.
Ætli vér þekkjum ekki dæmi þess, les-
endur góðir ?
Hverjum nútíðarmanni er megin-
nauðsyn að geta komið fyrir sig orði í
skrifuðu máli, nokkurnveginn skýrt
og skammlaust. Aðferð gömlu skóla-
stefnunnar til að kenna drenghnokk-
anum, sem vér fylgjum, þetta, er sú,
að láta hann skrifa stíla í fastskorð-
uðum réttritunartímum, sem slitnir
eru frá öðru námi og starfi skólans.
Hann skrifar sögur eða sundurlausar
málsgreinar, sem hnoðað er saman ut-
an um vandrituð orð, eftir upplestri
kennarans, eða þá að hann endursegir
efni og orð, sem kennarinn hefir tugg-
ið í hann. Hann er æfður í að skrifa
annarra manna hugsanir með annarra
manna orðum. Þau orð eru fullorðinna
manna mál, sem honum er óeðlilegt
og torskilið, og kemur inn hjá honum
þeirri skoðun, að ritmál sé allt annað
en eðlilegt mál, og það, að setja fram
hugsanir sínar í ritmáli, sé galdur,
sem honum sé ofvaxinn og óskiljan-
legur.
Það, sem lífið heimtar, að drengurinn
læri og nái leikni í, er að velja sínum
eigin hugsunum orð og rita sín eigin
orð rétt og sæmilega. Þetta fæst ekki
með því, að barnið hermi orð annarra
Jólabækur
handa börnum
SÖGUR
lianda börnum og ungling-
u.m; eftir sr. Friðrik Hall■
grímsson.
I. hefti kr. 2,00.
II. —Y. hefti kr. 2,50 hvert hefti.
BÓKAVERZLUN
SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR
og Bókabiið Austurbæjar B. S. E.,
Laugaveg 34.
manna eftir, kannske skilningslítið.
Heldur fæst það með þjálfun í að
semja sjálfur — hugsa sjálfur, velja
sjálfur hugsunum sínum orð. Það er
meira vert, að velja hugsunum rétt
orð, en að velja orðunum rétta stafi.
Til þess síðarnefnda er stafsetningar-
orðabók sjálfsagt hjálpartæki, og æf-
ing í að nota hana veitir leikni, sem
lífið heimtar —• leikni í að vera fljót-
ur að nota stafrófsröð og fletta upp í
bók á því, sem fræðast þarf um.
Ég verð að fara fljótt yfir sögu í
stuttri blaðagrein, enda ættu þessi
dæmi að nægja til að sýna, að viðtekn-
ar venjur í starfsaðferðum skólanna
koma ekki heim við þær kröfur, sem
þekking og þarfir nútímans gera um
afköst skólanna.
Nýja skólastefnan lítur ekki á það
sem hlutverk skólanna, að hlaða fróð-
leik á minni nemandans — birgja hann