Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 10

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 10
6 FORELDRABLA ÐIÐ upp með þekkingarmola, sem geym- ast eiga í minni hans, þar til hann kann að þurfa að nota þá, eins og hey geymist í hlöðu — ef þeir gleymast þá ekki og týnast. Nýju skólastefn- unni er það ljóst, að börnin eru verur í sköpun, mótun, vexti. Að þau búa yfir miklum hæfileikum, óljósum og blundandi, og þessa hæfileika þarf að finna, vekja og veita þeim tækifæri og hvöt til stælingar. Hlutverk skóla- starfsins er líkt og hliðstætt þeim æf- ingum, sem íþróttamaður iðkar til að verða fær í íþrótt sinni. Við æfing- una stælast vöðvar hans, og hann æfist í að beita ráttum vöðvum til hverrar hreyfingar, en með því nær hann valdi yfir líkama sínum og eykur afkasta- getu hans. Slíkar æfingar fyrir anda og líkama nemandans og alla hæfi- leika. hans telur nýja skolastefnan skólastarfið eiga að vera. Af því leið- ir, að nemandinn verður sjálfur að vera að verki, en ekki aðgerðalítill viðtakandi þess, sem í hann er troðið. íþróttamaðurinn stælist ekki af að heyra um íþróttaleikni né að sjá hana, heldur af því, sem hann gerir sjálfur — sjálfri áreynslunni. Nýja skólastefnan leitast við að veita nemöndunum sem fjölþættust tækifæri til starfs í skólanum. Hún vill láta huga og hönd vinna saman að því, að brjóta til mergjar viðfangsefnin í tilverunni kringum barnið. Nýju skól- arnir láta börnin fá efni til rannsókn- ar, og þá gjarna efni, sem draga að sér hugi þeirra og áhuga. Börnin fá til afnota bækur og önnur tæki til rannsóknarinnar. Og ávöxtur rann- sóknarinnar kemur sýnilega í ljós, í teikningum, ýmiskonar handavinnu og í rituðu máli, sem börnin afkasta. Börnin eru þarna að verki, sem hefir tilgang og takmark í sjálfu sér, eins og hvert annað starf. — Þau njóta vinnugleði, áhuga og sköpunargleði við að framleiða sýnilega hluti. Þeim festist ósjálfrátt í minni það, sem minninu þykir vert að geyma, eins og gerist í eðlilegu hversdagslífi, og er að því leyti engu glatað af kostum lex- íunámsins. En þau fá að auki tamn- ingu og leikni í að leita og finna, rann- saka og vinna, og vega og meta stað- reyndir, greina aðalatriði frá auka- atriðum, nota bækur og beita kunn- áttu sinni í lestri, skrift og reikningi í lifandi lífi. Slík leikni er hyerjum nú- tíðarmanni meginnauðsyn. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar Jólagjafir: iSöngbækur, Sögubækur, Fræðibækur, Skölabækur, Barnabækur og margt annað hentugt til JÓLAGJAFA.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.