Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 24

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 24
20 FORELDRABLAÐIÐ Frá skó 111 iinni. — Austurbœjarskólinn að störfum í septembermánuði 1936. Austurbæj arskólinn. Eins og síðasta skólaár starfar skólinn í 7 deildum, 7»—13 ára. 7—11 ára deildirnar skipt- ast í 9 bekki hver, alls 45 bekkir, 12—13 ára deildirnar skiptast í 8 bekki hvor, alls 16 bekki. Eru því bekkirnir samtals 61, en það er 2 bekkjum fleira heldur en siðasta skólaár. Fastir kennarar við skólann, að skólastjóra meðtöldum, eru nú 42, stundakennarar eru 5. Tala skólabarnanna er nú um 1750. Stundvísi. — Hreinlæti. Þess gætir nokkuð, að börn mæta ekki svo stund- víslega í skólanum, sem nauðsynlegt er, hvort heldur er kl. 8, kl. 9 eða kl. 13. Spurð um or- sakir, svara börnin oftast því sama: „Klukkan heima er of sein“ eða „klukkan heima er vit- laus“ eða „eg vaknaði svo seint“ (Fer of seint að sofa?) Þá eru börn, sem- mæta í skólanum óþvegin og ógreidd. Enn er stór hópur barna, sem ekki hafa á sér vasaklúta, en þurrka sér um munn og nef á handarbaki eða ermi sinni, snýta sér í bera hendina, núa svo nefslíminu í föt sín eða sletta því í ýmsar áttir, en eins og allir sjá og skilja, er slíkt grófur sóða- skapur, sem ekki má þolast. Skólinn vill vin- samlegast mælast til þess, að forráðamenn barnanna vinni einbeittlega að því, ásamt skól- anum, að lagfæra það, sem ábótavant er í þessu efni. Það er mjög þýðingarmikið fyrir framtíðar- heill barnanna. Glataðir munir. Fyrir kemur, að börn glata ýmsum munum á leiðinni í og frá skóla, eða þá í skólanum, svo sem húfum, treflum, vettlingum eða bóka- töskum. Einkum ber á þessu með hinar svo

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.