Foreldrablaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 32
28
FORELDRÁBLAÐIÐ
er miklu hærra en nauðsyn krefur, til
þess að kennarinn fái sómasamleg
laun fyrir erfiði sitt. Það er mörgum
foreldrum ofvaxið, að kaupa því
verði inngöngu barnsins síns í Mennta-
skólann, og sérlega tilfinnanlegt ef
því er kastað á glæ, vegna þess að
barnið hefir engin skilyrði til að veita
viðtöku því fræðamagni, sem til þess
þarf að standast prófið, eða a. m. k.
25 af keppinautum þess verði því yfir-
sterkara í einkunnasamkeppninni.
Fyrir barnaskólana er þessi undir-
búningsskóli enginn aufúsugestur.
Hann tætir í sundur bekkina á miðj-
um námstíma, fleytir sumum nemend-
unum gegnum prófið, sendir aðra til
sama lands, með særða sjálfsvirðingu,
í byrjun næsta skólaárs, til þess e. t. v.
að fitja upp á nýjan leik um næstu
áramót. Fyrir framhaldsskólana hlýt-
ur slíkur ítroðningur að vera tvísýnn
undirbúningur, því það eru fyrst og
fremst hæfileikar, en ekki kunnátta,
sem þeir verða að grundvalla starf sitt
á. Börnin sjálf eiga þó allra mest í
hættu. Þau geta annaðhvort oftekið
sig við lærdóminn, eða misst traust á
sjálfum sér, ef tilraunin mistekst.
Nú er það að verða algild regla við
narnaskólana hér, að sami kennari
fylgi bekknum eftir ár frá ári. Það
ætti því að mega nokkurnveginn
treysta því, að í barnaskólanum gæti
farið fram öruggast úrval úr barna-
hópnum til framhaldsnáms. Að vísu
liggur sú freisting fyrir, meðan fram
fer þekkingarpróf við inngöngudyrn-
ar til æðri skólanna, að einstakir kenn-
arar geri sér það að metnaðarmáli að
blekkja menntastofnunina, á svipaðan
hátt og Menntaskólakennarinn gerir
Tryggingarstofnun ríkisins
Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu
Símar: 1073 og 1074.
Símnefni: Ríkistrygging.
Slysatryggingardeild
S júkratry ggingar deild
Elli- og örorkutryggingardeild
Atvinnuleysistryggingardeild