Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 5

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 5
Eiríkur Stefánsson: jsiand, þig eiskum vér“ Sú skoðun mun almenn, að meir hafi gætt ættjarðarástar meðal fs- lendinga áður fyrr en nú. Er einkum oft vitnað til síðari hluta 19. aldar og fyrstu áratuga hinnar 20. til að sýna fram á, að svo hafi verið. Þetta er ekki hégómamál og vissulega þess vert, að því sé gaumur gefinn. Hvern- ig var þessu þá háttað báðum megin aldamótanna ? Þá var blómaskeið Ijóða.gerðar, og varla kom svo út lítið Ijóðakver, að ekki væri þar kvæði um ættjörðina og stundum mörg. Og allir kunnu meira eða minna af ættjarðarkvæð- um hinna þekktu skálda. Þjóðin söng þessi ljóð, — söng þau inn í sig, eign- aðist þau, elskaði þau og naut þeirra. Þannig höfðu þau áhrif á hvern fs- lending. Þarna var um gagnverkanir að ræða. Þjóðartilfinningin örvaði skáldin, en þau glæddu síðan loga ætt- jarðarástarinnar í brjóstum einstakl- inganna. En hvar lágu ræturnar? Hvað olli þjóðarvakningu á 19. öld? Ég mun ekki hætta á að reyna að svara því endanlega. Þar er um að ræða marga strauma, og falla sumir í einn farveg. Fyrst skal þess geta, að við fslend- ingar vorum ekki einir á ferð. Ein- veldisfjötrar höfðu brostið, og frels- ið fór eins og ljúfur blær um líf þjóð- anna. Því fylgdi alls staðar þróun í atvinnulífi og batnandi efnahagur. Mönnum birti fyrir augum, og þeir sáu framtíðina í fögrum hillingum. Hjá okkur, fslendingum, kemur þetta skýrt fram í skáldskapnum, m. a. í aldamótaljóðum þeirra Hannesar Hafstein og Einars Benediktssonar. Rétt eftir aldamótin barst ung- mennafélagshreyfingin til okkar austan um haf frá Noregi sem hress- andi, en þó notalegur blær. Hún átti eftir að hafa mikil áhrif á íslenzkt þjóðlíf. Hennar gætti jafnvel í sölum Alþingis og upp í ráðherrastólana. Ég minnist þess glöggt, þegar ég vaknaði fyrst til meðvitundar um FORELDRABLAÐIÐ 3

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.