Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 8
sig. Þess vegna stóðu félögin af sér
áföll, blómguðust og áttu mikinn þátt
í batnandi afkomu sveitafólksins.
Ef við íslendingar hefðum almennt
átt þennan hugsunarhátt bændanna
og festu, væri íslenzkur iðnaður nú
blómlegur og sennilega ekkert at-
vinnuleysi. Ef við hefðum yfirleitt
farið eitthvað líkt að og Norðmaður-
inn, sem vildi heldur kaupa norskan
eldspýtnastokk í Þýzkalandi, þótt
hann væri aðeins dýrari en sá þýzki,
þá stæðum við fastari fótum á ís-
lenzkri jörð nú en raun ber vitni.
Ég vona, að þessi dæmi skýri það,
að ást á landi og þjóð og þar með
nokkur þjóðarmetnaður, sé afl í lífs-
baráttu þjóðarinnar. Þannig hefur
ættjarðarástin hagnýtt gildi. En hitt
tel ég þó meira, að hún er andlegur
aflvaki, sem gerir okkur meiri menn,
stærri og göfugri þjóð.
En ef við viðurkennum þetta sjón-
armið, liggur næst að spyrja, hvernig
ástandið sé hjá okkur nú. Er ætt-
jarðarást okkar Islendinga jafnvak-
andi nú og var fyrir hálfri öld eða
meir? Hræddur er ég um, að svarið
verði neitandi. Hvað veldur? Fleira
en eitt. Sigur náðist í sjálfstæðisbar-
áttu okkar með fremur auðveldum
hætti. Þar með var sú eggjun úr sög-
unni. Stjórnmálaerjur urðu nú inn-
byrðis og einkum um efnahagsmál.
Það hefur aldrei þótt vænlegt til göfgi
að stimpast um kjötpottinn. Komm-
únisminn, sem hér nam land á
kreppuárum, lagði áherzlu á samein-
ingu öreiga allra landa. Ættjarðartil-
finningar áttu þar ekki háan sess.
Gróðamöguleikar urðu miklir eftir
1940, og síðan hafa efnahagssjónar-
miðin verið ríkjandi hjá flestum, en
hugsjónir lítils virtar. Og enn má
nefna það, sem ef til vill er gildastur
þáttur í þessari þróun, en það er sú
breyting, sem verður á lífsháttum
fólks við þéttbýlismyndun. Nú elzt
mikill hluti þjóðarinnar upp án þess
að komast í snertingu við íslenzka
náttúru eins og áður var algengt og
lýst er hér að framan.
Ekki verður horfið aftur til þeirra
þjóðlífshátta, sem veita hverjum vax-
andi íslendingi samvistir við náttúru
landsins oft í kyrrð og þögn. Uppeldi
þjóðarinnar er nú, og mun verða með
allt öðrum hætti en áður var. Það
hefur flutzt úr strjálbýli til þéttbýlis,
frá viðskiptum við náttúruna til flók-
inna samskipta manna, flokka og
félagsheilda, frá heimilunum til ým-
iss konar uppeldisstofnana, þar á
meðal skóla. Ættjarðarást þrífst ekki
vel í þeim gróðurreitum, sem nú veita
íslenzku ungviði vaxtarskilyrði. Er
þá nokkuð hægt að gera til þess að
bæta þar um? Það er unnt, ef vilji
er til þess. En til að svo megi verða,
þurfa ráðandi menn þjóðfélagsins að
átta sig.
Skólarnir, ef til vill einkum barna-
skólarnir, eru þær stofnanir, sem lík-
legastar eru til þess að geta haft
þarna nokkur áhrif. En það verður
ekki, nema kennararnir hafi vilja, já,
löngun til þess að vinna í þágu ætt-
jarðarinnar, — séu þjóðræknir menn,
— sannir íslendingar. Hver á að gera
þá þannig úr garði ? Beinast liggur við
að svara: Þeirra eiginn skóli, Kenn-
araskólinn. En er hann þess megn-
ugur ? Eitthvað ætti hann að geta létt
Framh. á bls. 14
6 FORELDRABLAÐIÐ