Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 37
litla, þetta máttu ekki, þú verður
óhrein. Mamma vill, að litla stúlkan
sín sé hrein.“ Sé hún úti að leik, er
móðirin vís að kalla: „Lena mín,
vertu ekki með þessum ólátakrökk-
um, komdu heldur inn og leiktu þér
að brúðunurn þínum.“ Loks fer svo,
að Lena veit ekkert, hvað hún á að
gera. Hún er hætt að taka sér nokkuð
fyrir hendur án þess að spyrja móð-
ur sína. Hún er farin að trúa því, að
það, sem móðirin segir og gerir, sé
það eina rétta.
Áhrif slíks uppeldis eru ósjálfstæði
og athafnaleysi. Leiðbeiningar móð-
urinnar, boð hennar og bönn er auð-
vitað allt í góðri meiningu gert, en
þarna er um að ræða eigingjarna
móðurást, sem ef til vill skaðar ekki,
meðan barnið er kornungt, en verður
því viðsjárverður fjötur, er það vex
og þroskast.
Sumar mæður hafa mikla ánægju
af því, að sitja í ró og makindum með
barni sínu. Hjálparlaust, þrúgað und-
ir sterkum vilja móður sinnar, veitir
barnið drottnunargirni hennar og
makindanautn fullnægju en bíður
sjálft tjón, sem ef til vill verður aldrei
bætt. Afleiðingarnar verða svipaðar
og í dæminu um Lenu.
Aðeins sú kona, sem á jafnvægi í
sál sinni, lifir í ástríki og finnur
meiri fullnægju við að gefa en þiggja,
getur' verið reglulega ástrik móðir,
þegar sjálfr'æði barnsins hennar knýr
á. Samband móður og barns er þann-
ig, að annar aðilinn þarfnast hjálpar
en hinn veitir hana. Því er móður-
ástin æðsta tegund ástar og helgust
allra tilfinningatengsla.
Þýtt úr dönsku.
Sœtor systur. — Hafa þœr fengið bœSi
„mjólk" og „hunang”?
Sr. Magnús Helgason, fyrsti skóla-
stjóri Kennaraskóla tslands, var sann-
ur Islendingur í beztu merkingu þeirra
orða. — I erfðaskrá sinni farast hon-
um þannig orð:
„Ég hef unnað íslandi frá barn-
æsku. Þá ást kveiktu þeir hjá mér
Jónas með Ijóðum sínum, Páll Mel-
steð með fornaldarsögu sinni og Jón
Sigurðsson með baráttu sinni. tsland
hefur verið unun mín, gefið mér allt,
sem ég á. Það er því einsœtt, að það
njóti, ef eitthvað verður eftir mig
látinn“.
FORELDRABLAÐIÐ 35