Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 20

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 20
Þórey Kolbeins: Lykill felur sig Mamrna þarf að fara út í búð. Hún fer út úr húsinu. Hún læsir ekki á eftir sér. Á lóðinni fyrir utan eru Óli og Lóa að leika sér. Ég verð ekki lengi úti í búð, segir mamma við Óla og Lóu. Verið þið úti að leika ykkur á meðan. Já, já, mamma mín, segja börnin. Síðan fer mamma. Nú koma Nói og Gógó. Við skulum leika okkur saman, segja þau. Ó, segir Lóa, þarna er Lási hrekkju-svín. Ó, ó, segir Gógó. Við skulum fara inn, segir Óli. Þau fara öll inn. Þau fara alla leið inn í svefn-herbergi. Ég ætla að læsa, segir Óli. Svo læsir hann. Ég fel lykilinn, segir hann. Ég fel mig, segir Lóa. Hún fer undir sæng. Mamma er ekki lengi í búðinni. Hún sér ekki börnin á lóðinni, þegar hún kemur heim. Hún heyrir ekki neitt hljóð, þegar hún gengur inn. Hún þarf að fara inn í svefnherbergi, en þá er það læst. Halló, segir mamma hissa. Lóa, Óli, eruð þið þarna? Já, við földum okkur, segir Óli. Lási hrekkju-svín var á götunni. Hann er þar ekki núna, segir marama. 18 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.