Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 34

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 34
I' að þau geri skriflega grein fyrir kunn- áttu sinni. Er það venja hjá kennur- um? — Ég held, að það sé miklu sjald- gæfara, og tii þess að geta skrifað vís- ur eftir minni, þurfa börnin að kunna mjög vel. — Já, líkiega gerir þessi kennari miklar kröfur um kunnáttu, og er í sjálfu sér gott um það að segja. En því er ekki að leyna, að ég hef ástæðu til að halda, að börnunum takist að fleyta sér, þótt eittbvað skorti á fulla kunnáttu, með því að gægjast svolítið í bókina, og þá verður nú lítið að marka útkomuna. En mér finnst það einkum á skorta í sambandi við þetta ljóðanám, að börnin séu látin flytja af munni fram það, sem lært er, og að reynt sé að glæða, tilfinningu þeirra fyrir hrynjandi, rími og þó einkum gildi efnisins, rætt um höf- unda o. s. frv. — Er það alls ekki gert? — Nei, þess hef ég aldrei orðið vör, því miður. — Við getum nú ekki tekið hverja námsgrein til umræðu, enda óþarfi. En viltu segja mér. hvort börnin gera vinnubækur í sambandi við lesgreina- nám? — Já, eitthvað og vinna það bæði í skólanum og heima, en mér finnst það allt vera skipulagslítið, og sonur minn hefur hvorki af því mikið gagn eða ánægju, og vandvirkni sé ég ekki hjá honum á þeim blöðum. Mér verð- ur það aftur á að vitna til minna skólaára. Þá voru vinnubækur stórt númer, og minnist ég þess, að mér þótti vænt um vinnubókina mína. — Já, þetta er nú orðið langt spjall, enda hefur margt borið á góma. Mig langar að lokum til að fá þetta ofurlítið samandregið — koma því fyrir í hnotskurn eins og oft er komizt að orði nú á tímum. Það hef- ur nú komið fram, að þú befur ýmis- legt út á kennarann að setja og tel- ur, að hann gæti gert margt betur, samt er drengurinn þinn ekki óánægð- ur, og viðhorf hans til kennarans, og þá líklega skólans í heild, er já- kvætt. Hvað er það í háttum kennar- ans og fari, sem veldur þessu? — Ég bara veit það ekki. Þó vil ég aftur minna á það, að hann hefur aga á bekknum. Minn drengur met- ur það, og það hentar honum. Vissu- lega er það grundvailaratriði, að börn- in séu ánægð. Mér er það ljóst, að ég má gæta mín og láta sem minnst á því bera, að ég er ekki ánægð. — Þú sagðir í byrjun þessa sam- tals, að þér fyndist kennarinn vera latur og hefur nú fært að því nokk- ur rök. Því vaknar spurningin, hvort hann hafi ekki möguleika til þess að vera duglegri, nýtari og betri kenn- ari, ef hann verði meiri tíma til starfs- ins. Eftir að hafa heyrt frásögn þína, kemur mér þetta svo fyrir sjónir: Þessi kennari stendur á traustum grunni og hefur því mikla möguleika, en hann nýtir þá ekki sem skyldi. — Nei, hann gerir það ekki, því er nú verr. Mér finnst þetta bara synd og skömm, því að allt gæti verið svo gott, ef hann legði betur fram krafta sína. — Eitt vil ég spyrja um enn. Hvað gerist, ef kennarinn forfallast og aðrir grípa inn í starf hans? — Já, það kemur fyrir, og þá held 32 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.