Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 33

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 33
raunar öllu skriflegu fór sízt batn- andi. I því efni er allt látið afskipta- laust af kennarans hálfu. Þaðan kem- ur engin hvatning til vandvirkni, hvorki er lofað eða lastað. Það hrökk skammt, þótt ég væri að biðja dreng- inn að vanda sig. Eitt sinn hreyfði ég því við kennarann, hvort hann sæi enga ástæðu til að reyna að örva nemendurna til vandvirkni, t. d. með því að gefa stjörnur eins og ég vissi, að sumir kennarar gerðu. Hann kvað nei við og taldi jafnvel varhugavert að stofna þannig til metings milli barna. Nú, ég viðurkenni, að tvær hliðar eru á hverju máli, og er þetta önnur þeirra. — Já, þú hefur nú einkum rætt um reikninginn. Ég vil gjarna heyra þig minnast á aðrar námsgreinar. Hef- urðu nokkuð sérstakt að segja um skriftarkennsluna ? — Þar er svipaða sögu að segja að því leyti, að mér fannst allt fara vel af stað. Börnin skrifuðu í for- skriftarbækur, en er þeim sleppti, fór margt úr reipunum og óvandvirknin gerði verulega vart við sig. Ég veit dæmi þess, að kennarar leiðrétta skrift, bæði halla og fleira, það sá ég aldrei í neinum skriftarverkefnum míns drengs. En hverju sem um er að kenna, skrifar drengurinn mjög illa, þar er nánast um enga stafa- gerð að ræða. En þess vil ég geta, að kennarinn hefur sjálfur ágæta rit- hönd. — Hvernig hefur gengið með staf- setningarkennsluna ? — Það tel ég vera í betra lagi en hitt, sem nefnt hefur verið, hvað sem veldur. Það er víst mjög misjafnt, hve börnum er eiginlegt að rita rétt orð. Er ekki talað um sjónminni ? En stafsetningarreglur hefur drengur- inn lært í skólanum, og þar tel ég ekki á skorta. En þarna er sama að- ferð höfð um leiðréttingar, það er lagt í hendur barnanna sjálfra. — Já, þá aðferð hafa margir kenn- arar að meira eða minna leyti og gefst það oft vel eftir því sem ég bezt veit, en þó munu ýmsir hafa aðra sögu af því að segja. Mun í þess- um efnum gilda orðtakið: Veldur, hver á heldur. En víst er um það, að okkur kennurum finnst, að sú mikla vinna, sem margir leggja í að leið- rétta. svari illa kostnaði. Þetta er afarmikil vinna í fjölmennum bekkj- um. — Það efast ég ekki um. Vera má, að ég geri of miklar kröfur til kenn- ara. Foreldrum hættir til að líta nokk- uð einhliða á málin. Og ég verð að játa, að ég sé margt í spegli fortíð- arinnar, ég ber saman við það, sem gilti í mínum bekk, þegar ég var í skóla. — Segðu mér, finnst þér kennar- inn Ieitast við að víkka sjónhring barnanna með því t. d. að segja þeim eitt og annað, sem ef til vill fellur ekki alveg í námsrammann? — Þess hef ég ekki orðið vör hjá mínum dreng. — Veiztu, hvort hann hefur frjálsa tíma? — Jú, það held ég, einu sinni í viku, og mun sá tími notaður til lestr- ar, þ. e. a. s., börnin lesa þá frjálst. — Hvað um ljóðanám? __ Börnin læra þau kvæði, sem til er ætlazt í 5. bekk. Mér hefur skilizt, FORELDRABLAÐIÐ 31

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.