Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 14

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 14
vildi gera okkur þann greiða að láta öll bráðþroska börnin fæðast í des- ember, hin, sem sein eru eða hægfara á þroskabrautinni, í janúar og svo miðlunginn sem næst miðju ári. En lífið spyr okkur ekki ráða, heldur fer sínu fram. Hins vegar má líta á það sem skyldu mannanna, hvers þjóðfélags, að glíma við þau vanda- mál, sem lífið leggur á herðar þeim og helzt að ganga þar með sigur af hólmi. Og þarna er eitt viðfangs- efnið. Hvað er hægt að gera til þess að draga úr, eða helzt að koma í veg fyrir, að börnum sé misþyrmt með því annaðhvort að krefjast of mikils eða of lítils af þeim undir eins í byrjun skólanáms? Flestir eða allir ættu að geta fallizt á það, að heppi- legast sé, að barn hefji nám sitt í skóla, þegar það hefur öðlazt til þess hæfilegan, alhliða þroska í stað þess að láta aldur ráða, þar sem þó getur munað heilu ári (sbr. börnin tvö, sem fæddust sitt hvorum megin síðustu áramóta). En hvað er hæfilegur þroski ? Svör kunna að finnast við þeirri spurn- ingu, sem treysta megi, þótt tæplega yrðu þar allir á einu máli. En þá ligg- ur beint við að bera fram aðra spurn- ingu: Hvernig á að kanna þroska- stigið? Börnunum er skipt niður í deildir, þegar þau koma í skólana, og við þá skiptingu er eingöngu mið- að við lestrargetu. Kennarar vita, hvað slík flokkun er hæpin. Lesfærni barns er að vísu í mörgum tilfellum eins konar ávísun á greind og náms- hæfileika en engan veginn alltaf. Þá má ,,stokka spilin“, þ. e. a. s. færa börn milli deilda eftir fyrsta náms- vetur, segja sumir. Jú, möguleiki er það, enda stundum gert. En þar eru þó ýmis vandkvæði á, einkum félags- legs eðlis. Þessi flokkunarmáti hef- ur haft þau áhrif, að margir foreldrar keppast nú við að koma börnum sín- um í lestrarkennslu áður en þau hef ja skólagöngu. Það kallast að vera í tímakennslu. Liggur við, að tala megi um tímakennslufaraldur. Um þessa undirbúningskennslu er allmikið deilt, og ekki að ástæðulausu. Kennarar þeir, sem stunda þá kennslu, eru auð- vitað misjafnir, og ekki hafa þeir allir kennararéttindi. Aðstaða til kennslu og búnaður allur mun nokkuð mis- jafn. Ef til vill notar slíkur byrjenda- kennari aðra kennsluaðferð en við- gengst í skóla þeim, sem nemendur hans sækja, er þau verða skólaskyld. Það eitt getur valdið því, að barn sé jafnvel verr statt með sinn lestar- undirbúning, en ef hann hefði eng- inn verið. En verst af öllu er þó það, að oft ei'u 6 ára börn látin í slíka tímakennslu án þess að þau hafi náð sæmilegum námsþroska, og þá fer á annan hátt en vænzt var. Það er enginn kennari öfundsverður af að taka við þeim börnum að loknum þessum tímakennsluvetri. Hann mæt- ir venjulega námsleiða og þreytu, ef ekki beinlínis andúð á öllu námi. Auðvitað gerðu foreldrarnir það í góðri meiningu að senda barnið sitt í tímakennslu. Þeim var líka nokk- ur vorkunn, því að ýmsir hafa haldið því fram (jafnvel kennarar), að ólæsu börnin væru látin til lákari kennara en hin, sem eitthvað hefðu lært. Ég tel fulla ástæðu til þess í 12 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.