Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 36

Foreldrablaðið - 01.01.1969, Blaðsíða 36
Móðurdst Móðurástin er af mörgum talin sú tegund kærleika, sem hæst ber hér í heimi. Þekktur sálfræðingur hefur sagt, að kærleikur móður sé skilyrðis- laus, hann geri ekki kröfur til barns- ins. Móðirin elskar barnið, hvernig sem hegðun þess og háttalag er. Aft- ur á móti er sagt, að föðurástin geri kröfur. Þarfir ungbarns eru margar allt frá fæðingu þess, en þær eru þó einkum tvenns konar: Frumstæðar þarfir, þ. e. a. s. líkamlegar, svo sem næring, svefn og þess háttar, og andlegar, svo sem þörf fyrir kærleika, öryggi, frjálsræði o. s. frv. Móðir verður fyrst og fremst að annast barn sitt þannig, að líkamlegum þörfum þess sé fullnægt, en að öðru leyti að vekja hjá því ást á lífinu — að það finni, að það sé gott að lifa. í Biblíunni er að finna gott tákn þessa, þar sem sagt er frá Kanaans- iandi, sem byggt var jötnum en flaut í mjólk og hunangi. Land er tákn móðurinnar. Mjólkin táknar líkam- legar þarfir. Fuilnæging þeirra er nauðsynleg barni, eigi það að þrífast og þroskast. Án „mjólkur“ (þ. e. fæðu og annarra nauðsynja líkam- ans) lifir það ekki. Hunangið táknar sætleika iífsins, ást á því og ham- ingju af því að vera til. Flestar mæður eru færar um að gefa ,,mjólk“, en færri hafa ráð á „hunangi". Til þess að geta gefið barni sínu „hunang“, nægir henni ekki að vera það, sem kallað er góð móðir. Til þess þarf hún sjálf að vera hamingjusöm. Því miður eru ekki margar mæður það fullkomlega. Lífs- hamingja móður er smitandi, en svo er einnig um óhamingju og kvíða. Það er greinilegur muriur á þeim börnum, sem einungis hafa fengið „mjólk“ og hinum, sem bæði fengu „mjólk“ og ,,hunang“. Það skiptir meginmáli, að kærleik- ur móðurinnar beinist að þroska barnsins — að hún beinlínis óski þess, að það fjarlægist hana smám saman, að þroski þess geri því það mögu- legt. Þarna er eðlismunur á sannri móðurást og erótískri ást. I móður- ástinni fjariægjast tvær verur, sem eitt sinn voru ein. Móðirin á ekki að- eins að láta sér þetta lynda, hún á að óska þess og hjálpa barni sínu til þess að standa á eigin fótum. Hér er það, sem móðurástin gerir kröfu til móðurinnar. Það er ekki létt að lúta henni. Allt of rnargar mæður vinna að því, meira eða minna vitandi, að gera barnið sér háð. Þær vilja ekki viður- kenna, að barninu sé það eðlilegt að losna úr tengslum við móður sína. Hér er dæmi um Lenu litlu, sem er á fjórða ári. Hún má helzt ekkert gera af eigin hvötum án þess, að móð- irin komi hlaupandi með áminningar og umvandanir svo sem: „Nei, Lena 34 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.