Vikan


Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 10

Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 10
skemmtanir fara fram á vegum sameignarbúsins. Börn hafa sérstööu i kibbútsunum. Þau dvelja fyrstu árin daglangt á dagheimili eða barnaheimili en þegar þau vaxa úr grasi flytja þau í sérstakar byggingar með jafnöldrum sinum og þar fer námið enn- frernur fram. Litið er á sambýli barna og unglinga sem nýjan kibbúts en jafnframt hafa foreldrarnir mikið af börnum sínum að segja. Fjölskyldur eru saman á kvöldin, um helgar og í fríum. Sameignarbúin eru aðeins 250, þar búa rúmlega 100.000 manns eða aðeins 3 prósent þjóðarinnar. Sameignarbú hafa samt sem áður mjög sterka stöðu i þjóðlífi ísraela, til dæmis í stjórnmálum og i ísraelska hernum eru kibbúts- búar að tiltölu margir. Frum kvæði að sameignarbúum áttu gyðingar sem fluttu til ísrael frá Austur-Evrópu en nú eru flestir kibbúts-búar innfæddir. Frá Ayelet Ashahar sameignarbúinu var haldið til Golan-hæða og landamæranna við Sýrland. í októberbyrjun árið 1973 gerðu sýrlensku og egypsku herirnir innrás í ísrael (Yom Kippur-stríðið) þar sern Sýrlendingar sóttu inn í ísrael frá Golan-hæðunum. Átján dögum síðar lauk stríðs- átökunum með því að ísraelar höfðu sótt yfir Súezskurðinn og náð Golan hæðunum á sitt vald. Sameinuðu þjóðirnar komu á vopnahléi og annast nti friðargæslu á Golan- hæðum. Ffiir að hafa skimað yfir landamærin lil Sýrlands héldu þau Jim og Silla ásamt ferða- félögum um Jórdan-dalinn í átt til Dauðahafsins. Farið var um Jeríkó sem sagt er frá í hiblíunni og komið við í Sódómu við Dauðahaf þar sem ströndin er 400 meirum fyrir neðan sjávarmál úthafa heimsins. Loks gistu þau i Ein Bokek við Dauðahaf. Morguninn eftir var svamlað i (eða kannski réttar sagt á) Dauðahafinu. Þann daginn óku þau um eyðimörkina og skoðuðu ýmsar fornminjar úr Á ýmsum stöðum má sjá ummerki viðvarandi hernaðarástands. En i israel gengur sambúð gyðinga og araba áfallalaust. Menn og dýr slá líka á lcttari strcngi, krakkaskari gantaðist við Jim en annars staðar sátu mcnn af eldri kynslóðinni og ræddu málin í rólegheitum. sögu gyðinga og araba. í Negev-eyðimörkinni stendur meðal annars Masada-virkið á fjallstoppi. Þar vörðust nær 1000 gyðingar rómverska hernum í þrjú ár og lauk umsátrinu með því að allir gyðingarnir frömdu sjálfsmorð. Siðdegis þennan dag komu þau svo til höfuðborgar ísraels- ríkis, Jerúsalem. Vesturhluti þeirrar borgar var lýstur höfuð- borg hins nýja ríkis þegar það var stofnað. Ísraelsríki var stofnsett 14. maí 1948. Gyðingaþjóðin hafði áður sætt svo hræðilegum og ótrúlegum ofsóknum að það má kallast kraftaverk að hún skuli enn vera til. Mannhatur og fólska höfðu bitnað á þessari þjóð í slíkum mæli að friðsamir menn lOVikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.