Vikan


Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 12

Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 12
 þar nýja höll sem einnig var lögð í eyði, utan vesturmúrinn sem hefur orðið þekktur undir nafninu Grátmúrinn — en hann er eitt helgasta vé gyðinga í dag. Rómverjar hertóku Jerúsalem, siðan Býzantíu- menn, þá Arabar, svo kross- fararnir, Tyrkir og loks Bretar. Öll hernámsveldin skildu eftir sig menjar í borginni, þar ægir sarnan byggingum frá ýmsum öldum og trúarbrögðum. Rétt handan við Grátmúrinn slendur Ómar-moskan sem einnig nefnist Hvelfmgin á klettinum. Hún er eitt helgasta vé múhameðstrúarmanna, en þeir telja að þaðan hafi Múhameð stigið til himna. Ekki komst friður á í Jerúsalem þótt lýst væri sjálf- stæði Ísraelsríkis árið 1948. Samdægurs hófust þau stríðs- átök sem segja má að vari enn. Jórdanir hertóku auslurhluta Jerúsalem en ísraelar héldu vesturhlutanum. í nítján ár var borgin klofin í tvo hluta með gráljótum múr alsettum gadda- vír. En ísraelar unnu sigur í sex daga stríðinu árið 1967 og borgin var sameinuð á ný. Nú geta gyðingar á ný farið með bænir sínar við Grátmúrinn og skammt frá kyrja múhameðs- trúarmenn kóraninn. Jim og Silla sáu meðal annars Yad Vashem safnið í Jerúsalem, þar sem sýndar eru myndir og minjar frá hrylli- legum kafla í sögu mann- kynsins. Hérlendis sáu margir þá sögu í sjónvarpi, þættina sem nefndust HOLOCAUST. Sú saga birtist ennfremur í Vikunni haustið 1980 undir sama nafni. Þau hjónin skoðuðu líka þjóðminjasafnið í Jerúsalem, þar sem geymd eru Dauðahafshandritin sem mörkuðu tímamót í kristni- sögunni. Saga gyðinga og lands þeirra tekur til tímabila þegar mennirnir lúta lægst í sið- spillingu og fólsku en einnig þegar hinar göfugustu hugsjónir sitja í fyrirrúmi. Við kveðjum þau Jim og Sillu þegar þau halda aftur til Tel Aviv, heim á leið, og þökkum þeim samfylgdina. 12 Vlkan 3. tbl. Á Galíleu-vatni sló mann- skapurinn öllu upp í grín og sumir dönsuðu í takt við tónlistina um borð i fcrjunní. En á landamærum Sýrlands og ísrael ríkir alvaran, við sjáum á myndinni hér fyrir neðan gæslukofa frá friðar- sveitum Sameinuðu þjóðanna en í bakgrunni sér til Sýrlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.