Vikan


Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 38

Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 38
stofuna, þar sem dregið hafði verið fyrir glugga og ljósin kveikt. Harald Nordur stóð við skrifborðið, og þorparinn Ólafur var á stjákli þar hjá. Close ýtti Gaunt á undan sér og Nordur gekk í áttina til þeirra. Grannur líkaminn hreyfðist hægt og andlitið var gjörsamlega sviplaust. Án minnstu við- vörunar barði hann Gaunt beint i andlitið. — Var þetta ánægjuleg ferð? spurði Gaunt beisklega. Hann fann blóðbragð, en mætti kuldalegu augnaráði Nordurs með djarflegu tilliti. — Verst, að þú skyldir komast aftur til baka. Eitt andartak hélt hann, að Nordur ætlaði að slá hann aftur, en þess í stað hörfaði hann fáein skref og tók upp smá- vindil. Hann leit snöggt á Close, sem flýtti sér að taka upp eldspýtur og kveikja í fyrir hann. — Ég komst að dálitlu um þig í Álfa- borg, herra Gaunt, sagði Nordur hægt. — Einn hinna nýkomnu lét þess getið, að hann þekkti þig. Þú varst sem sagt liðsforingi í breska hernum, og nú starf- arðu á vegum ríkisins. Hann þagði um stund, reykti og hnyklaði brúnir. í gærkvöldi ákvað ég, að þú værir þegar búinn að valda of miklum ónauðsynlegum vandræðum og við yrðum að gera varanlegar ráðstafan- ir gegn þér. Því miður hef ég ekki tíma til að komast að raunverulegri ástæðu til komu þinnar hingað til íslands. Ef til vill ættirðu að vera því feginn. Gaunt yppti öxlum. — Þú hefðir ekki komist að neinu öðru en þú veist nú þeg- ar. — Kannski ekki, sagði Nordur og virtist næstum standa á sama. — Hvað sem því líður, þá var þér gefið færi á því strax i byrjun að halda þig burt frá því, sem þér kom ekki við. — Áttu við snjókarlinn? sagði Gaunt og reyndi að láta sem hann væri bæði \s HKADI veitir auglýsendum góöa þjónustu ð skynsamlegu verði og hver auglýsing nær til aHra lesenda VIKUNNAR. Auglýsingasími: 85320 reiður og ráðvilltur. — Hvern fjandann ertu eiginlega að eltast við, Nordur? Þú vildir ná í eitthvað, sem Jamie Douglas hafði með höndum. Þú gekkst jafnvel svo langt að drepa til þess arna, en náðir því ekki samt — svo mikið get ég mér til um. En hvað er jrað, og hvað er á seyði i þessum þjálfunarbúðum þínum? Nordur horfði á hann drykklanga stund, svo sneri hann sér að Ólafi og benti honum að fara út úr herberginu. — Ég var í Álfaborg, þegar Douglas dó, sagði hann hægt, þegar maðurinn var genginn út. Var það svo? sagði Gaunt ögrandi. — Arkival á nú ekki allar flugvélar á ís- landi. Þar örlaði fyrir brosi á vörum Nord- urs. — Satt er það. Og af flugmönnum er nóg, að ekki sé minnst á flugklúbba, sem leigja út vélar. Hann lét mótmælaandköf Petes| Close sem vind um eyru þjóta. — Þú hefur rétt fyrir þér, herra Gaunt. Landi þinn hafði dálítið með höndum, sem ég á, dálítið, sem ég hafði farið ógætilega með. Hann hafði einnig komist á snoðir um nokkuð, sem jafnvel þú veist ekki um. Hann hélt hann gæti hagnast á þeirri vitneskju. — Fjárkúgun? — Einmitt, sagði Nordur og dró að sér reykinn úr smávindlinum. — Fjár- kúgun i gegnum talstöðina — vegna þess að hann hélt að ég væri i Álfaborg — vegna þess að hann vanmat and- stæðinginn. Nordur yppti öxlum. — Hann kveikti á talstöðinni þetta kvöld, vegna þess að hann vænti svars frá mér. Hann — eh — hann fékk það. Gaunt varð litið á Close. Close hristi höfuðið snöggt og ákaft. — Ekki ég. Ég útvegaði honum lykla að skrifstofunni, ekkert annað. — Svo að þú fiktaðir við loftnetið, áð- ur en Douglas kom og faldir þig í skrif- stofunni, meðan hann var að bjástra við talstöðina, sagði Gaunt og hristi höfuðið hægt. — Býsna snjallt. — Það þurfti ekki annað en að koma við einn rofa, samsinnti Nordur. — Auðvitað skiptum við svo um bylgju- lengd á eftir — eða Gunnar Birgisson gerði það. Mér hafði ekki hugkvæmst jDað. Skyndilega varð hann hörkulegri. — Þú hefur enn tækifæri til að bæta um fyrir þér, Gaunt. Douglas hafði undir höndum skartgrip, sem mér var annt um, gullmen. Veistu, hvar jjað er niður komið eða hver hefur komist yfir það? Gaunt hristi hægt höfuðið. Nordur andvarpaði, leit því næst við, jregar dyrnar opnuðust að baki hans og Bergur kom inn. — Gekk jretta? spurði Close áhyggju- fuilur. Bergur kinkaði kolli og sneri aftur út. — Þá er jjað í lagi, sagði Close og glotti í senn feginsamlega og vandræða- lega til Nordurs. — Það er búið að færa bílinn. Ég... — Þér hefði átt að hugkvæmast það fyrir löngu, sagði Nordur kuldalega, svo yppti hann öxlum. — Allt í lagi, þér er ekki borgað fyrir að hugsa, þú gerir bara jrað, sem jrér er sagt. UNDIR FÖLSKU FLAGGI Hann horfði illgirnislegu augnaráði á Gaunt. — Ég hætti á, að þú sért hér einn þíns liðs — engir, sem verða of áhyggjufullir, jjótt þeir heyri ekki strax frá þér. Þú kynnir jafnvel að koma okkur að gagni lifandi, a.m.k. um stund- arsakir. Gaunt vissi, hvað lá að baki jjessara orða, og hann fann magann herpast saman. En síminn á skrifborði Nordurs byrjaði að hringja, áður en hann náði að svara. Nordur tók upp símtólið og svaraði. Hann hlustaði stundarkorn, tautaði einhver jjakkarorð og kvaddi. Gaunt hafði hugann við annað. Hann hafði komið auga á svolítinn bút af glampandi stáli á gólfinu rétt við fætur Nordurs, brotna oddinn af bréfahnífnum, sem hann hafði notað til að opna skrifborðs- skúffuna. — Gunnar vill, að við komum undir eins, sagði Nordur við Close, um leið og hann lagði á. — Vita jaessir villimenn þínir, hvað þ>eim ber að gera? Close var náfölur. En hann kinkaði kolli. — Sæktu þá, skipaði Nordur. — Og troðið Gaunt aftur inn í kompuna. Close kallaði fram fyrir, og mennirnir tveir komu inn í skrifstofuna. Gaunt greip tækifærið, jjegar jjeir nálguðust hann. Hann þóttist hrasa um leið og Bergur tók undir handlegg hans, og þegar Ólafur ætlaði að gripa hann, brá hann fyrir jjá fæti, lét sig því næst falla niður á gólfið og velti sér eftir því. Mennirnir tveir hentu sér yfir hann ragnandi. Gaunt fékk grimmdarlegt spark í siðuna. Hann leyfði jjeim að draga sig á fætur og lést bugaður. En í hægri hendi sinni fyrir aftan bak hafði hann nú fólgið brotið úr bréfahnífnum. — Þetta var heimskulegt, sagði Nordur hægt, titrandi af niðurbældri reiði. — Á einn og annan hátt hefur þú, Gaunt, bakað mér eintóm vandræði. of ekki hafa vinir þínir hjá Arkival bætt uf skák. Ég neyðist til að binda enda a starfsemi mina hér, sem hefur gengiða fallalaust fyrir sig í langan tíma. Munnsvipur hans harðnaði, og hann bandaði hendinni í átt til gæsIumaW13 Gaunts. — Þessir tveir hafa fengið sinaí fyrirskipanir. Þú færð að lifa, en ef Þu ert til vandræða á einhvern hátt, '’er5' urðu skotinn i báðar hnésbætur, semer mjög sársaukafullt, að ekki sé minnsta fötlunina, sem af því hlýst. Er þe113 skilið? Gaunt kinkaði kolli. — Gott, sagði Nordur, og Þ3 glampaði á augu hans bak við gief augun, eins og harða, fægða steina- '' Þú verður fluttur héðan í kvöld. Efa gengur vel, sjáumst við eftir tvo daga; Kannski læt ég drepa þig jjá, kannsi11 ekki. Hann sneri sér að Close. — EftU búinn að segja jjessum félögum þinunr- að þú komir ekki aftur fyrr en í kvöld? — Já, sagði Close fljótmæltur. — Förum jjá, skipaði Nordur. Gunnar segist ekki viss um, hversl1 mikinn tima við höfum. o$ úti Hann gekk út úr skrifstofunm Close á hæla honum. Um leið og dyrahurðinni var skellt aftur, heriu Ólafur og Bergur tökin á Gaunt. hröktu hann aftur á bak að komPunnj og hrintu honum þangað inn, svo hann datt harkalega utan i ljósrituna’’ vélina. Hurðinni var skellt aftur og É snúið í skránni. . Úti var aftur orðið dimmt, fölt tun? ,eni skin lýsti upp litla himinblettinn. sást út um gluggann, en inni i komPunIj| var næstum almyrkt. Gaunt glotti m herkjum, jjegar hann lét sig síga niður gólfið. Hann hirti ekki um sársauka1111 rifbeinunum né heldur gamalkunna verkinn í bakinu. Hann var með brotna hnífsoddw11 Hann tók hann varlega milli þumalhn" urs og visifingurs og tók til við aðsa sundur snærið um úlnliðina. Það pij]' seinlegt verk, sem krafðist tima og c beitni, og öðru hverju missti hann oddinn og varð að þreifa um gólfið finna hann aftur. Meðan hann hnífs' tiU5 vann til verk sitt, leitaði hugurinn öðru hver)u Nordurs, hvað hann hefðist nú að u’ hvers vegna símtalið frá Gunnari BUe syni hafði verið svo mikilvægt. Snærið var sterkt. Það tók næs því klukkustund að sarga næSut mikið í vafningana um úlnliðina sv° tuUl hann gæti rykkt [jeim í sundur, og um leið og hann hafði losað sig. réd 'OrU •ðinUl dyrnar skyndilega opnaðar og huro jjeytt upp. Ólafur stakk inn hausnUj með byssuna í hendinni, urraði eittl"a og skellti hurðinni aftur. Gaunt reif af sér böndin og nen 1 hendur sínar á nýjan leik. Hann ,Hfl jjegar búinn að hugsa næsta leik- Hanfl 38 Vikan 3. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.