Vikan


Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 14

Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 14
Hrafnhildur tók saman Allir cru að tala um: Treat Williams Frá því að Treat Williams birtist á sýningartjaldinu sem hinn metnaðargjarni, myndarlegi, stolti leynilögreglumaður Danny Ciello í kvikmyndinni „Prince of the City” á hann hug og hjörtu áhorfenda. Þessi nýjasta kvikmynd leikstjórans Sidney Lumet hefur þegar verið orðuð við óskars-verðlaun þó ekki sé langt síöan hún var frumsýnd. Hún var valin önnur besta mynd ársins af kvikmyndagagn- rýnendum í New York. Kvikmyndin „Prince of the City” er byggð á sönnum atburðum úr iífi leyni- lögreglumannsins Robert Leuci. Hann var duglegur og vinsæll í starfi sínu en var siðan neyddur til að Ijóstra upp ýmsum hliðum samstarfsmanna sinna sem ekki þótti við hæfi að þessir boðberar réttlætis sýndu. í lokin er hann niðurlægður, búinn að svikja bestu vini sína, fjölskyldu sína og ekki síst sjálfan sig. Kvikmyndin predikar ekki ákveðinn boðskap, heldur hefur styrkur hennar þótt liggja i sannri lýsingu á manneskju sem rís ekki undir því mikla álagi sem á hana er lagt. Áhorfandanum er látið eftir að dæma fyrir sjálfan sig. hvort hann hefði nokkuð brugðist öðruvisi við undir svipuðum kringumstæðum. kringumstæðum. Sidney Lumet hefur áður tekist vel að skapa ógleymanlegar persónur í kvik- myndum sínum, eins og t.d. er hann stjórnaði A1 Pacino í „Serpico". 74 og Peter Finch í „Network”, 76. Eins og menn eflaust muna þá fékk Finch óskarsverðlaun fyrir það hlutverk, fyrsti maðurinn sem fær þau verðlaun eftir lát sitt. Sidney Lumet segir að „þegar ég sáTreat í frábæru atriði i kvikmyndinni „Hair” þar sem hippaleiðtoginn dansaði á veisluborðinu og sveiflaði sér í kerta- Ijósakrónunni þá vissi ég að hann var rétti maðurinn. Treat býr yfir miklum krafti um leið og hann geislar af sakleysi.” Þó að stjarna Treat Williams hafi skotist mjög skyndilega upp á stjörnu- himinin þá segir hann að hann vilji kveða niður þann orðróm að það sé tilviljunum, jafnvel töfrum háð, hvort menn nái árangri I leiklist. „Árangurinn sem ég náði í „Prince of the City” er tiu ára strangri og langri þjálfun að þakka. Það er enginn leyndardómur fólginn i því, einungis strit og púl.” 14 Vikan 3. tbl. Treat Williams er anteriskur i húð og hár, fæddur i Rowayton, Connecticut. Fornafn hans hefur valdið miklum vangaveltum og sumir héldu því frant að hann hefði tekið sér þetta nafn til að vekja á sér athygli. EnTreat hefur kveðið niður þann orðróm með því að sýna fram á að hann sé skirður eftir einum forföður sinum, Robert Treat Paine, sem sagður er hafa skrifað undir „Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna". Hafa þessar upplýsingar sist þótt rýra gildi Treats í Ameríku þó þær komi ieiklist í sjálfu sér lítið við. Bærinn sem Treat ólst upp I var vinsæll sumardvaiarstaður þekktra Brodwaystjarna. Þar kynntist Treat Judy Abbott, dóttur framleiðandans Georg Abbott, og hún bað föður sinn um að koma honum á framfæri. Þar sem Treat var liðtækur bæöi i dansi og söng fékk hann sitt fvrsta tækifæri í söng- leiknum „Grease” sem sýndur var á Broadway 1974. Eftir það lék hann í söngleik með Andrews Sister, „Over Here”. Hann fékk aukahlutverk i kvik- myndunum „The Ritz", „Deadly Hero” og „The Eagle Has Landed" og siðan bauðst honum hlutverk hippaleiðtogans Berger, í „Hair" sem Milos Forman stjórnaði. Eftir það var brautin bein. Hann lék á móti Lisu Eichorn í „Why Would 1 Lie” og fjölmiðlum til mikillar ánægju sáust þau tvö niikið saman opin berlega. En þrátt fyrir að þetta ástarævintýri væri vinsælt fréttaefni þá stóð þaðstutt yfir. í einkalífinu er Treat Williams einkar geðugur og yfirvegaður maður sem lætur stjörnudýrkun litil áhrif á sig hafa. Hann hefur mikinn áhuga á flugi, á sjálfur Bugvél og notar hana niikið. Þegar hann vill slappa af ferðast hann, sveitasælan sýnir honum ljóslega hvað það er sem gefur lífinu gildi. Eftir að töku myndarinnar „Prince of the City” lauk fékk Treat strax annað hlutverk. Hann leikur nú með Robert Duvall (hann lék einnig i „The Eagle Has L,anded”l í kvikmyndinni „The Pursuit of D.B. Copper", sem Universal framleiðir. Hann hefur einnig tekið við hlutverki sjóræningjaforingjans i „The Pirates of Penzance”, sem er nú talin besta sýningin sem boðið er upp á Broadway þessa dagana. Við sjáum hann i hlut. verki sjóræningjaforingjans hér lengst til hægri á opnunni. Einnig i ..Hair", „Prince of the City” og með vini sínum Christopher „súpermann” Reeve og konu hans, Gae Exton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.