Vikan


Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 9

Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 9
Landið hclga frá 9lerverkstæði * Sfaelar a* arabískum pfuna reka í Jerúsalem. Viö n°rðausturlandamæri Sýr. lsracl. sem liggja að andi' hittu þau hjónin Vtir hressa náunga í 'sraclska hcrnum. Íaðva ,lo»kra Israel: sagt f rá ferð um ríki gyðinga Tveir vinir Vikunnar tókust á hendur langferð síðastliðið sumar, fóru flugleiðis til ísrael og skoðuðu sig um í góðu yfirlæti. Margir lesenda Vikunnar kannast eflaust við Jim Smart sem tók ljósmyndir fyrir okktir þar til hann hóf störf hjá Helgarpóstinum í fyrra. Jim er breskur að uppruna en kona hans, Sigurlaug (Silla), er íslensk. Þau leyfðu Vikunni góðfúslega að birta nokkrar myndir úr ferða- laginu og jafnframt grípum við niður í sögu Israelsríkis og segjum frá ýmsu sem fyrir augu þeirra hjóna bar. Ferðalagið hófst með því að haldið var frá Tel Aviv í norðurátt eftir Miðjarðarhafs- strandlengjunni, alla leið til hafnarborgarinnar Haifa sem er ein nyrsta borg landsins. Mestallur inn- og útflutningur ísraela fer í gegnum Haifa. Þetta er afar falleg borg sem stendur við rætur Karmel-fjallsins og teygir sig raunar upp eftir hlíðum þess. Þarna eru margir skrúð- garðar og efst af Karmel-fjalli er mjög fallegt útsýni niður eftir hlíðunum og út yfir hafið. Frá Haifa var haldið í austurátt til ýmissa staða sem biblíulesendur þekkja. Fyrst til Nasaret og síðan að Galíleu- vatni. Þar fóru Jim og Silla um borð í bát sem flutti þau yfir vatnið sem Jesús gekk á. Um borð var mikið fjör og dansaði hver í kapp við annan. Austur af Galíleu-vatni liggja Golan- hæðirnar sem mjög hafa verið í fréttum nýlega. Að kvöldlagi var komið að Ayelet Ashahar sameignar- búinu (öðru nafni kibbúts). Búskaparhættir af því tagi hafa tíðkast í landinu frá byrjun þessarar aldar, fyrst í stað voru þetta einungis landbúnaðarbýli en núna starfrækja sameignar- búin einnig iðnað af ýmsu tagi. Með þessum sambýlum skyldi kveikja saman hugsjón sósial- ismans og endurreisn trúar- bragða gyðinga. Kibbútsinn er þorp og land- svæði sem allir ábúendur eiga í sameiningu. Enginn fær nein vinnulaun, allir eiga allt saman. Samfélagið í þorpinu sér fyrir þörfum allra. Fólk snæðir saman í Aftóite-mötuneytinu og notar sama þvottahúsið. Menntun, menning, íþróttir og 3. tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.