Vikan


Vikan - 21.01.1982, Síða 9

Vikan - 21.01.1982, Síða 9
Landið hclga frá 9lerverkstæði * Sfaelar a* arabískum pfuna reka í Jerúsalem. Viö n°rðausturlandamæri Sýr. lsracl. sem liggja að andi' hittu þau hjónin Vtir hressa náunga í 'sraclska hcrnum. Íaðva ,lo»kra Israel: sagt f rá ferð um ríki gyðinga Tveir vinir Vikunnar tókust á hendur langferð síðastliðið sumar, fóru flugleiðis til ísrael og skoðuðu sig um í góðu yfirlæti. Margir lesenda Vikunnar kannast eflaust við Jim Smart sem tók ljósmyndir fyrir okktir þar til hann hóf störf hjá Helgarpóstinum í fyrra. Jim er breskur að uppruna en kona hans, Sigurlaug (Silla), er íslensk. Þau leyfðu Vikunni góðfúslega að birta nokkrar myndir úr ferða- laginu og jafnframt grípum við niður í sögu Israelsríkis og segjum frá ýmsu sem fyrir augu þeirra hjóna bar. Ferðalagið hófst með því að haldið var frá Tel Aviv í norðurátt eftir Miðjarðarhafs- strandlengjunni, alla leið til hafnarborgarinnar Haifa sem er ein nyrsta borg landsins. Mestallur inn- og útflutningur ísraela fer í gegnum Haifa. Þetta er afar falleg borg sem stendur við rætur Karmel-fjallsins og teygir sig raunar upp eftir hlíðum þess. Þarna eru margir skrúð- garðar og efst af Karmel-fjalli er mjög fallegt útsýni niður eftir hlíðunum og út yfir hafið. Frá Haifa var haldið í austurátt til ýmissa staða sem biblíulesendur þekkja. Fyrst til Nasaret og síðan að Galíleu- vatni. Þar fóru Jim og Silla um borð í bát sem flutti þau yfir vatnið sem Jesús gekk á. Um borð var mikið fjör og dansaði hver í kapp við annan. Austur af Galíleu-vatni liggja Golan- hæðirnar sem mjög hafa verið í fréttum nýlega. Að kvöldlagi var komið að Ayelet Ashahar sameignar- búinu (öðru nafni kibbúts). Búskaparhættir af því tagi hafa tíðkast í landinu frá byrjun þessarar aldar, fyrst í stað voru þetta einungis landbúnaðarbýli en núna starfrækja sameignar- búin einnig iðnað af ýmsu tagi. Með þessum sambýlum skyldi kveikja saman hugsjón sósial- ismans og endurreisn trúar- bragða gyðinga. Kibbútsinn er þorp og land- svæði sem allir ábúendur eiga í sameiningu. Enginn fær nein vinnulaun, allir eiga allt saman. Samfélagið í þorpinu sér fyrir þörfum allra. Fólk snæðir saman í Aftóite-mötuneytinu og notar sama þvottahúsið. Menntun, menning, íþróttir og 3. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.