Vikan


Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 37

Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 37
Framhaldssaga benti á stjörnu við Rue de Rivoli, en fyr- ir ofan hana stóð „Hotel Meurice”. Fyrir neðan kortið var eitthvað, sem gat allt eins verið tímatafla, en hún var ólaesileg. París. Gaunt hallaði sér upp að veggn- um, hugur hans var í uppnámi. Þátttak- endurnir í „sérnámskeiði” Nordurs voru á förum fyrr en ætlað hafði verið, ákvörðunarstaðir þeirra ýmist Brussel eða Luxemborg, hvorir tveggja aðeins fárra klukkustunda akstur frá höfuðborg Frakklands, ef einhver hafði gildar ástæður til að vilja ekki fara þangað beinustu leið. Hann minntist rifnu forsiðunnar úr blaðinu i ruslakörfunni við skrifborð Nordurs og um leið útvarpsfréttanna, sem hann hafði hlustað á. Forystumenn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins voru á leið til Parisar á ráðstefnu, sem hafði verið flýtt vegna aðkallandi vandamála. Gaunt lokaði augunum og langaði mest til að hugsa ekki lengra. En það var of augljóst. Guð mátti vita, hvar þessir átta menn höfðu verið grafnir upp, en þarna höfðu þeir verið í einangrun og strangri þjálf- un, og þeir höfðu fengið framkvæmda- áætlun í hendurnar. Hann minntist þess, hvernig þeim hafði orðið við, þegar þeir voru að bera kassana úr jeppanum og einn þeirra hafði skollið í jörðina. Harald Nordur rak vafalaust fullkom- lega löglegar þjálfunarbúðir fyrir unga framkvæmdastjóra þarna inni i óbyggð- um, en það voru „sérnámskeiðin” hans, sem skiptu máli. Hann vissi nú, hvert var verkefni þessa sérstaka námskeiðs. Ef til vill voru þau orðin mörg „sérnámskeiðin”. Og ef til vill vissi hann nú ástæðuna til þess, að Jamie Douglas hafði látið líf- ið. Gaunt opnaði augun og horfði upp i litla gluggann. Sólin skein inn um hann, það átti eftir að líða langur timi og verða dimmt á ný, áður en Harald Nordur sneri aftur úr ferð sinni til Álfaborgar. Og það liði enn lengri tími, áður en nokkur, nema ef til vill Kristin, færi að hafa áhyggjur af því, hvað orðið hefði af Skota nokkrum Gaunt að nafni. Tíminn leið kveljandi hægt. Á hálf- tíma fresti eða svo var kompan opnuð og annar gæslumanna hans leit sem snöggvast inn fyrir, meðan hinn stóð í viðbragðsstöðu fyrir aftan hann. Smám saman byrjaði litli himinbletturinn, sem hann sá út um gluggann, að dökkna. Loks heyrði hann mannamál frammi í skrifstofunni og dyrunum að kompunni var lokið upp. — Út, sagði Close stuttaralega og beindi að honum Lugernum. Hann var fölur á vangann og æstur á svip, meðan hann beið þess, að Gaunt hlýddi skipun hans, svo hratt hann honum fram í skrif- 3. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.