Vikan


Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 40

Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 40
— Gastu rakið það til framleiðanda? Guðnason kinkaði kolli. — Til fyrir- tækis í New York. Þar var þetta men smíðað fyrir átján mánuðum handa ungfrú Söruh Jones. Fingrafarið var hennar eigið. Hann vætti varirnar. — Samtímis gerði ég nokkuð, sem mér virtist þá fremur heimskulegt. Ég bar fingrafarið saman við safnið okkar og símsendi afrit af því til Interpol. Gaunt starði á hann. — Og hafðirðu heppnina með þér? — Interpol lumaði á því rétta, sagði Guðnason hljómlausri röddu. — Sarah Jones var Sarah Haldoff, þýsk-svissnesk. eftirlýstur meðlimur hryðjuverkasam- taka, sem kalla sig Rauðu herdeildina — þar til fyrir ári. Hún var drepin í mis- heppnaðri tilraun samtakanna til þess að ræna þotu frá E1 A1 á flugvellinum í Róm. Særði lögreglumaðurinn skjögraði fram hjá þeim út úr skrifstofunni með handklæðið fyrir andlitinu. Þegar dyrnar opnuðust, kom Gaunt auga á fleiri einkennisklædda menn, sem biðu fyrir utan. Guðnason hafði ekki komið liðfár. — Við eigum enn eftir að finna sam- band milli hennar og Nordurs, sagði Gaunt gætilega. — Það er sanna það. — Við erum að reyna það. Guðnason leit í kringum sig í her- berginu og bölvaði í hljóði. — Hryðju- verkamenn, þessi ráðstefna, gð má vita, hvað það er fleira. Þið árans Englend- ingar setjið allt á annan endann, án þess að hafa nokkuð fyrir því. — Ég er Skoti, áminnti Gaunt annars hugar. — Vesalings árans Englending- arnir fá víst nóg samt. — Skotar eru verri, nöldraði Guðna- son. — Þeir eru ómögulegir í fótbolta, og þeir hafa rangt við á fiskimiðunum. Hefurðu annars nokkra hugmynd um, hvert Nordur fór til að hitta Gunnar Birgísson? — Nei. Ég veit ekki annað en það, að Close kemur til baka í kvöld. Skyndilega datt honum nokkuð í hug, og hann stirðnaði upp. — Við ættum kannski að athuga með Leif og Önnu. Sams konar uggur skein út úr gróf- gerðu andliti Guðnasonar. — Mínir menn geta séð um málin hér. Anna Jörgensdóttir er manneskja að minu skapi. Þeir óku i lögreglubíl frá vöruhúsinu út af hafnarsvæðinu og beint inn í síð- degisumferðina. Undir sírenuvæli og blikkandi Ijósum þræddu þeir á milli bíl- anna, sem mynduðu endalausa röð eftir aðalgötunum, og sveigðu út á flugvallar- veginn. Guðnason sat teinréttur og þögull, og Gaunt kunni þögninni vel. Skreytingar og gjafavörur w. Vlð öll fæn 44,» r á ■ "v Blómtihúöin vor Austurvcri Sími 84940 Þeir náðu út á flugvöllinn laust eftir klukkan fimm, lögðu bílnum á stæðinu við Arkival Air, en komust fljótlega að raun um, að þar var allt læst og myrkvað. Guðnason rak þílstjórann aftur af stað þungur á svip, í þetta sinn var stefnan sett á heimili Leifs Ragnars- sonar. UNDIR FÖLSKU FLAGGI Guðnason slökkti á sírenunni góðan spöl frá ákvörðunarstað, en gaf frá sér ánægjuhljóð, þegar þeir óku upp að húsi Leifs. Ljós var í einum glugganna á framhlið hússins. Þeir gengu saman upp að dyrunum, og Gaunt hringdi dyra- bjöllunni. Ekkert gerðist. Hann leit spyrjandi á Guðnason, hringdi því næst aftur. í þetta skipti heyrðu þeir hægt, þung- lamalegt fótatak innan úr húsinu, og Leifur Ragnarsson opnaði dyrnar. Hann horfði stundarkorn á þá sljóum augum, svo kviknaði ótti í augum hans, þegar hann þekkti Guðnason — og á Gaunt starði hann, eins og hann sæi draug. — Megum við koma inn fyrir. Leifur? spurði Gaunt stillilega. Ónotalegt hug- boð læddist að honum. — Ég held við megum til. - Ég.... Leifur Ragnarsson vætti varirnar. Hann starði enn á Gaunt, rödd hans var hás og nær óþekkjanleg. — Allt i lagi. Þeir gengu á hæla hans inn. Lögreglu- þjónninn, sem ekið hafði bílnum, lokaði dyrunum á eftir Leifi inn í eldhúsið. Hálftæmd brennivínsflaska stóð á borðinu við hliðina á næstum því tómu glasi. — Leifur, ég. . . Guðnason hikaði og gaut augunum til Gaunts eftir aðstoð. — Leifur, hvar er Anna? spurði Gaunt blátt áfram. - Úti. Leifur studdi sig við borðið og forðað- ist augnaráð þeirra. Ljósið féll á andlit hans, sem var grátt og ellilegt. — Hvað viljið þið? — Hvar úti er hún? spurði Gaunt aftur. Hann fékk ekkert svar. — Leifur, ég hef skýrt Guðnasyni frá því, sem gerst hefur. Við erum komnir til að hjálpa — og ég sá brúðuna. —Já. Leifur hneig niður í stól við hliðina á borðinu, kyngdi munnvatni, horf | síðan upp á hann, og svipurinn lístl ýmist veikri von eða einskærri vantrU — Jonathan, þeir — þeir sögðu mér. þú værir dauður, ég skyldi gleyma þér- — Þeir? _ — Harald Nordur, andskotinn hrri‘ hann. Leifur kreppti hnefana, svo að hnl)ar hans hvitnuðu. Hann tíndi orðin ut sér. — Hann hefur náð Önnu á sitt 'a — Kristínu líka. — Kristinu? Gaunt kipptist við,eins og hann he1 orðið fyrir höggi. — Ertu viss? — Ég er viss. Leifur dró andann hægt og þungt- Nordur hringdi til mín á skrifstofur'a Hann — hann lét mig tala við Önnu- har^ fékk að heyra rödd hennar, en augnablik, svo var hún dregin burt- Rödd hans var að því komin a bresta. — Hún var grátandi, Jonatharl hún var grátandi. Þessar skepnur Leifs. siðof Guðnason gekk hljóðlega til lyfti brennivínsflöskunni, fyllti glasI' lét það í hönd hans. . — Drekktu þetta, sagði hann w lega. Svipur hans var hörkuleguf. hann beið, meðan Leifur tók sér v®na teyg. — Veistu, hvar þau eru? ,j — Nei, sagði Leifur hryggur i bra^ og hristi höfuðið. Skyndilega varð ha gripinn ægilegu ofboði. — Ef þeú u séð ykkur koma hingað... soa ikið — Ég efast um það, sagði Guðna róandi og sendi Gaunt þýðingarrnl augnaráð. — Og jafnvel þótt þeir he gert það — ja, kannski yrðu þá Anna Kristín þeim enn meira virði lifand' sem gíslar. — En þú getur ekki ábyrgst sagði Leifur beisklega. A — Nei, sá heimskingi er ég ekk'; iagðt viðurkenndi Guðnason. Hann hönd sina á handlegg Leifs. — Þú nt mín orð fyrir því, að við munum re^ að ná þeim aftur ómeiddum. En égv , að fá að vita, hvað hefur gerst og hv þér hefur verið sagt að gera. i;a — Þú hefur ekki um neitt að Leifur, sagði Gaunt hæglátlega- . mætti augnaráði Leifs og kinkaði k — Ég sá víkingabrúðuna, og ég velt þeir eru til alls vísir. En ég er þeirri skoðun, að þú eigir að segja hvað gerst hefur. 0 Lögregluþjónninn, sem komið ha með þeim, tók upp minnisbók og P6 Guðnason hristi höfuðið ákaft- maðurinn stakk þeim aftur á sig- >■ — Anna og Kristín voru á skn 4 ^ unni, þangað til Cessnan kom aftur Álfaborg með Nordur, sagði f hægt, næstum treglega. — Þá förU yi burt saman. Þær tóku leigubíL ^ Kristín sagði, að Jonathan hefði srnIúj að láni. Þær ætluðu fyrst heim ' ' Kristínar, svo að hún gæti tekið me eitthvað af fötum. Ha1”1 sam1 okkuf 40 Vlkan 9. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.