Vikan


Vikan - 21.01.1982, Side 40

Vikan - 21.01.1982, Side 40
— Gastu rakið það til framleiðanda? Guðnason kinkaði kolli. — Til fyrir- tækis í New York. Þar var þetta men smíðað fyrir átján mánuðum handa ungfrú Söruh Jones. Fingrafarið var hennar eigið. Hann vætti varirnar. — Samtímis gerði ég nokkuð, sem mér virtist þá fremur heimskulegt. Ég bar fingrafarið saman við safnið okkar og símsendi afrit af því til Interpol. Gaunt starði á hann. — Og hafðirðu heppnina með þér? — Interpol lumaði á því rétta, sagði Guðnason hljómlausri röddu. — Sarah Jones var Sarah Haldoff, þýsk-svissnesk. eftirlýstur meðlimur hryðjuverkasam- taka, sem kalla sig Rauðu herdeildina — þar til fyrir ári. Hún var drepin í mis- heppnaðri tilraun samtakanna til þess að ræna þotu frá E1 A1 á flugvellinum í Róm. Særði lögreglumaðurinn skjögraði fram hjá þeim út úr skrifstofunni með handklæðið fyrir andlitinu. Þegar dyrnar opnuðust, kom Gaunt auga á fleiri einkennisklædda menn, sem biðu fyrir utan. Guðnason hafði ekki komið liðfár. — Við eigum enn eftir að finna sam- band milli hennar og Nordurs, sagði Gaunt gætilega. — Það er sanna það. — Við erum að reyna það. Guðnason leit í kringum sig í her- berginu og bölvaði í hljóði. — Hryðju- verkamenn, þessi ráðstefna, gð má vita, hvað það er fleira. Þið árans Englend- ingar setjið allt á annan endann, án þess að hafa nokkuð fyrir því. — Ég er Skoti, áminnti Gaunt annars hugar. — Vesalings árans Englending- arnir fá víst nóg samt. — Skotar eru verri, nöldraði Guðna- son. — Þeir eru ómögulegir í fótbolta, og þeir hafa rangt við á fiskimiðunum. Hefurðu annars nokkra hugmynd um, hvert Nordur fór til að hitta Gunnar Birgísson? — Nei. Ég veit ekki annað en það, að Close kemur til baka í kvöld. Skyndilega datt honum nokkuð í hug, og hann stirðnaði upp. — Við ættum kannski að athuga með Leif og Önnu. Sams konar uggur skein út úr gróf- gerðu andliti Guðnasonar. — Mínir menn geta séð um málin hér. Anna Jörgensdóttir er manneskja að minu skapi. Þeir óku i lögreglubíl frá vöruhúsinu út af hafnarsvæðinu og beint inn í síð- degisumferðina. Undir sírenuvæli og blikkandi Ijósum þræddu þeir á milli bíl- anna, sem mynduðu endalausa röð eftir aðalgötunum, og sveigðu út á flugvallar- veginn. Guðnason sat teinréttur og þögull, og Gaunt kunni þögninni vel. Skreytingar og gjafavörur w. Vlð öll fæn 44,» r á ■ "v Blómtihúöin vor Austurvcri Sími 84940 Þeir náðu út á flugvöllinn laust eftir klukkan fimm, lögðu bílnum á stæðinu við Arkival Air, en komust fljótlega að raun um, að þar var allt læst og myrkvað. Guðnason rak þílstjórann aftur af stað þungur á svip, í þetta sinn var stefnan sett á heimili Leifs Ragnars- sonar. UNDIR FÖLSKU FLAGGI Guðnason slökkti á sírenunni góðan spöl frá ákvörðunarstað, en gaf frá sér ánægjuhljóð, þegar þeir óku upp að húsi Leifs. Ljós var í einum glugganna á framhlið hússins. Þeir gengu saman upp að dyrunum, og Gaunt hringdi dyra- bjöllunni. Ekkert gerðist. Hann leit spyrjandi á Guðnason, hringdi því næst aftur. í þetta skipti heyrðu þeir hægt, þung- lamalegt fótatak innan úr húsinu, og Leifur Ragnarsson opnaði dyrnar. Hann horfði stundarkorn á þá sljóum augum, svo kviknaði ótti í augum hans, þegar hann þekkti Guðnason — og á Gaunt starði hann, eins og hann sæi draug. — Megum við koma inn fyrir. Leifur? spurði Gaunt stillilega. Ónotalegt hug- boð læddist að honum. — Ég held við megum til. - Ég.... Leifur Ragnarsson vætti varirnar. Hann starði enn á Gaunt, rödd hans var hás og nær óþekkjanleg. — Allt i lagi. Þeir gengu á hæla hans inn. Lögreglu- þjónninn, sem ekið hafði bílnum, lokaði dyrunum á eftir Leifi inn í eldhúsið. Hálftæmd brennivínsflaska stóð á borðinu við hliðina á næstum því tómu glasi. — Leifur, ég. . . Guðnason hikaði og gaut augunum til Gaunts eftir aðstoð. — Leifur, hvar er Anna? spurði Gaunt blátt áfram. - Úti. Leifur studdi sig við borðið og forðað- ist augnaráð þeirra. Ljósið féll á andlit hans, sem var grátt og ellilegt. — Hvað viljið þið? — Hvar úti er hún? spurði Gaunt aftur. Hann fékk ekkert svar. — Leifur, ég hef skýrt Guðnasyni frá því, sem gerst hefur. Við erum komnir til að hjálpa — og ég sá brúðuna. —Já. Leifur hneig niður í stól við hliðina á borðinu, kyngdi munnvatni, horf | síðan upp á hann, og svipurinn lístl ýmist veikri von eða einskærri vantrU — Jonathan, þeir — þeir sögðu mér. þú værir dauður, ég skyldi gleyma þér- — Þeir? _ — Harald Nordur, andskotinn hrri‘ hann. Leifur kreppti hnefana, svo að hnl)ar hans hvitnuðu. Hann tíndi orðin ut sér. — Hann hefur náð Önnu á sitt 'a — Kristínu líka. — Kristinu? Gaunt kipptist við,eins og hann he1 orðið fyrir höggi. — Ertu viss? — Ég er viss. Leifur dró andann hægt og þungt- Nordur hringdi til mín á skrifstofur'a Hann — hann lét mig tala við Önnu- har^ fékk að heyra rödd hennar, en augnablik, svo var hún dregin burt- Rödd hans var að því komin a bresta. — Hún var grátandi, Jonatharl hún var grátandi. Þessar skepnur Leifs. siðof Guðnason gekk hljóðlega til lyfti brennivínsflöskunni, fyllti glasI' lét það í hönd hans. . — Drekktu þetta, sagði hann w lega. Svipur hans var hörkuleguf. hann beið, meðan Leifur tók sér v®na teyg. — Veistu, hvar þau eru? ,j — Nei, sagði Leifur hryggur i bra^ og hristi höfuðið. Skyndilega varð ha gripinn ægilegu ofboði. — Ef þeú u séð ykkur koma hingað... soa ikið — Ég efast um það, sagði Guðna róandi og sendi Gaunt þýðingarrnl augnaráð. — Og jafnvel þótt þeir he gert það — ja, kannski yrðu þá Anna Kristín þeim enn meira virði lifand' sem gíslar. — En þú getur ekki ábyrgst sagði Leifur beisklega. A — Nei, sá heimskingi er ég ekk'; iagðt viðurkenndi Guðnason. Hann hönd sina á handlegg Leifs. — Þú nt mín orð fyrir því, að við munum re^ að ná þeim aftur ómeiddum. En égv , að fá að vita, hvað hefur gerst og hv þér hefur verið sagt að gera. i;a — Þú hefur ekki um neitt að Leifur, sagði Gaunt hæglátlega- . mætti augnaráði Leifs og kinkaði k — Ég sá víkingabrúðuna, og ég velt þeir eru til alls vísir. En ég er þeirri skoðun, að þú eigir að segja hvað gerst hefur. 0 Lögregluþjónninn, sem komið ha með þeim, tók upp minnisbók og P6 Guðnason hristi höfuðið ákaft- maðurinn stakk þeim aftur á sig- >■ — Anna og Kristín voru á skn 4 ^ unni, þangað til Cessnan kom aftur Álfaborg með Nordur, sagði f hægt, næstum treglega. — Þá förU yi burt saman. Þær tóku leigubíL ^ Kristín sagði, að Jonathan hefði srnIúj að láni. Þær ætluðu fyrst heim ' ' Kristínar, svo að hún gæti tekið me eitthvað af fötum. Ha1”1 sam1 okkuf 40 Vlkan 9. tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.